Eyrnaskjól fyrir reiðhjólahjálma

img_4036Hver þekkir ekki vandamálið við húfu undir reiðhjólahjálmi. Ólöf Jónsdóttir kjólmeistari hefur leyst þann vanda með þessum eyrnaskjólum. Í eyrnaskjólunum er yfirleitt þæfð ull eða ullarblanda í ytra byrði og flís að innan og síðan er franskur rennilás innan í til að halda þessu saman. Skrautið eru ýmist perlur og steinar eða eitthvað annað skemmtilegt skraut.

"Ég er kjólameistari að mennt og vann við þá iðn í mörg ár. Ég er líka með diploma í ferðafræðum og vinn við það í dag,"sagði Ólöf Jónsdóttir, sem er Hafnfirðingur og hefur búið þar alla ævi fyrir utan eitt ár í Danmörku.

Ólöf sagðist hafa saumað, prjónað, heklað og föndrað en fyrst og síðast fyrir sig sjálfa. "Hugmyndin af eyrnaskjólunum sem slík er ekkert ný, en þessi útfærsla er mín. Mér datt hún í hug þegar ég bjó í Danmörku. Eitt sinn vantaði mig afmælisgjöf fyrir vinkonu mína sem er mikil hjólreiðakona. Þetta var alveg kjörið fyrir hana," sagði Ólöf. "Einnig notaði ég svona sjálf þar sem ég hjólaði mikið, og þar sem það er mjög oft rok í Kaupmannahöfn var þetta alveg tilvalið. Ég hjóla einnig töluvert hér á landi á sumrin, og það er svo sem ekki alltaf logn hér heldur þannig að eyrnaskjólin hafa komið sér vel."

Þess má geta að Danir tóku útfærslu Ólafar á eyrnaskjólunum vel. Þeir sem eiga leið um Christianshavn ættu að fá sér kaffi á kaffihúsinu Frederiks Bastion og kaupa sér eyrnaskjól frá Ólöfu Jónsdóttur.


Þessar bráðsniðugu eyrnaskjól eru seld hér og fást í ótal litum með mismunandi skrauti.
Texti og myndir úr vefverslunninni.

Ef þið viljið frekar gera þetta sjálf þá eru hér leiðbeiningar um svipuð eyrnaskjól og hnébætur á vef Fjallahjólaklúbbsins.

21