Lækkun hámarkshraða í Fjarðarbyggð?

Á heimasíðu Fjarðarbyggðar er komin fram tillaga um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að 35 km hámarkshraði verði megin regla í þéttbýli í Fjarðarbyggð. Kynningin á heimasíðunni er eftirfarandi:

Breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
18.12.2013

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögur um breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.  Umferðarsamþykktin hefur verið tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn en seinni umræða og afgreiðsla verður á fundi bæjarstjórnar í janúar 2014.

Minnisblað um tillögur um breytingar á samþykkt um umferð í Fjarðabyggð

Hér má nálgast yfirlitsmyndir vegna tillagna að hraðatakmörkunum:
Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður
Norðfjörður
Reyðarfjörður
Stöðvarfjörður

Bæjarstjórn samþykkti einnig nýlega tillögur bæjarstjóra um aðgerðir í þágu bættrar umferðarmenningar í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar. Áhersla verður lögð á umferð í grennd við skóla, leikvelli og íþróttahús.

Ábendingar um umferðarsamþykktina má senda til mannvirkjastjóra á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


LHM er fylgjandi lækkun hámarkshraða

Það er líkast til óþarfi að taka það fram að LHM er mjög fylgjandi þessu framtaki Fjarðarbyggðar enda er lækkun umferðarhraða mikilvægasta einstaka atriðið til að auka umferðaröryggi allra vegfarenda.


English

The municipality Fjarðarbyggð is suggesting a lower speed limit of 35 km in the urban areas Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Norðfjörður, Reyðarfjörður and Stöðvarfjörður, of the municipality. LHM supports the suggestion.

 

Mynd: Fjarðarbyggð á Openstreetmap.org.