Hjólreiðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

rvk.isBorgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag sl. tillögu Samfylkingarinar um að Reykjavík hefði forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún yrði unnin í samvinnu við önnur sveitarfélög og vegagerðina. Með áætluninni yrði stefnt að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins. Gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar sem tæki til allra þátta sem máli skipta við að auka notkun reiðhjóla er mikilvægt skref í átt til þeirrar framtíðarsýnar.

Í tillögunni er meðal annars byggt á fyrirliggjandi samgönguáætlun til fjögurra ára sem í fyrsta skipti gerir ráð fyrir framlögum úr ríkissjóði til gerð hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu, líkt og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð.

Tillaga til borgarstjórnar

Borgarstjórn samþykkir að hafa forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið í samvinnu önnur sveitarfélög og vegagerðina. Stefnt verði að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins.

Greinagerð

Í tillögu til þingsályktunar á yfirstandandi þingi um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009–2012 er sérstakur kafli um uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. Heimild er í vegalögum nr 80/2007, til að veita fél af samgönguáætlun til almennra hjólreiða- og göngustíga meðfram umferðarmestu þjóðvegum. Áætlun um slíkar framkvæmdir skal vinna í samráði við viðkomandi sveitarfélög og jafnframt er reiknað með að þau taki þátt í kostnaði við þær.

Hjólreiðar eru vistvænar og hagkvæmar og eiga að vera fullgildur samgöngumáti á höfuðborgasvæðinu öllu. Jákvætt er að hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar skuli vera tilbúin en ekki er síður mikilvægt að um eflingu þessa samgöngumáta sé gott samstarf á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar vilji er til þess hjá alþingi og samgönguráðuneyti að efla þátt hjólreiða og leggja uppbyggingu hjólastígakerfis til hluta af vegafé ríkisins á Reykjavíkurborg að teygja sig yfir hreppamörk og bjóða nágrannasveitarfélögunum til samstarfs um þetta mikilvæga mál.

Sjá færslu hjá Degi B. Eggertssyni 


Einnig frétt á mbl.is

Hjólreiðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag sl. tillögu Samfylkingarinar um að Reykjavík hefði forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.  

„Hún yrði unnin í samvinnu við önnur sveitarfélög og vegagerðina. Með áætluninni yrði stefnt að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins. Gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar sem tæki til allra þátta sem máli skipta við að auka notkun reiðhjóla er mikilvægt skref í átt til þeirrar framtíðarsýnar.

Í tillögunni er meðal annars byggt á fyrirliggjandi samgönguáætlun til fjögurra ára sem í fyrsta skipti gerir ráð fyrir framlögum úr ríkissjóði til gerð hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu, líkt og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð," segir í tilkynningu.