Nýr stígur meðfram Gufuneskirkjugarði

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 23. október 2013 er sagt frá nýjum göngu og hjólreiðastíg meðfram Gufuneskirkjugarði.:

Nýr göngu- og hjólastígur meðfram Gufuneskirkjugarði

Malbikun er nú lokið við nýjan göngu- og hjólastíg meðfram Gufuneskirkjugarði við Borgaveg. Frágangur er að mestu eftir en verkinu á að verða lokið að mestu í byrjun nóvember. Verkefnið var kosið af íbúum Grafarvogs í rafrænum íbúakosningum vegna Betri hverfa á þessu ári. Kostnaður við verkefnið er 14 milljónir.

Í nóvember verður opnað á ný fyrir innsetningu hugmynda frá íbúum inn á vefinn Betri hverfi 2014 en til stendur að halda rafrænar íbúakosningar í mars 2014. Fylgist með og sendið endilega sem flestar hugmyndir fyrir hverfin ykkar. Með því verður borgin blómlegri.


Sagt er frá þessari framkvæmd og öðrum í Grafarvogi á Framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar.

Hér að neðan er Openstreetmap.org uppdráttur af nýja stígnum sem liggur meðfram Borgavegi að sunnaverðu, að Víkurvegi.