Í nóvember verður opnað á ný fyrir innsetningu hugmynda frá íbúum inn á vefinn Betri hverfi 2014 en til stendur að halda rafrænar íbúakosningar í mars 2014. Fylgist með og sendið endilega sem flestar hugmyndir fyrir hverfin ykkar. Með því verður borgin blómlegri.
Sagt er frá þessari framkvæmd og öðrum í Grafarvogi á Framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar.
Hér að neðan er Openstreetmap.org uppdráttur af nýja stígnum sem liggur meðfram Borgavegi að sunnaverðu, að Víkurvegi.