Hjóla- og göngustígur um Svartaskóg

Eftirfarandi frétt birtist á vef Reykjavíkurborgar 15. júlí 2013.

Enn batnar hjóla- og göngustígakerfið í Reykjavík.  Hjóla- og göngustígur hefur verið lagður í gegnum Svartaskóg í Fossvogsdal.  Stígurinn nýi liggur frá innkeyrslu Ræktunarstöðvar Reykjavíkurborgar að núverandi stíg austan svæðisins. Göngu- og hjólastígar eru aðskildir á þessum 300 metra langa kafla eins og víðast í Fossvogsdal.  

Á áningarstað við stíginn smíðuðu starfsmenn Útmerkur bekki og borð úr hluta af þeim trjám sem felld voru vegna stígagerðarinnar.  Nokkuð mun birta yfir Svartaskógi bæði vegna grisjunar og einnig verður er leiðin upplýst með 10 ljósastaurum.

Einnig hefur verið lagður nýr stígur frá enda Árlands inn á núverandi göngu- og hjólastíga austan Ræktunarstöðvar. Sá  stígur er 2,5 m breiður og lengd um 40 metrar.

Nánari upplýsingar um framkvæmdina er að finna á upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá >>>  Hjóla- og göngustígur við ræktunarstöð í Fossvogi     
 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.