Sjálfvirk þvottastöð fyrir reiðhjól

hjólaþvottastöðÁ lestarstöðinni í Muenster í Þýskalandi er þessi sjálfvirka þvottastöð fyrir reiðhjól og stæði fyrir 3500 reiðhjól. Borgin er sérstaklega hjólavæn og talið að fjöldi reiðhjóla sé tvöfalt fleiri en íbúa. Það virðist því vinsælt að hjóla út á lestarstöð, taka lest í bæinn og halda áfram á hinu hjólinu sem er geymt við lestarstöðina. Og þá skemmir nú ekki að hafa aðgang að hjólaþvottastöð til að halda öllu hreinu. Einnig er hjólaverkstæði á lestarstöðinni.

Sjá umfjöllun hér og kynningu borgarinnar hér.