Stjórnarfundur 2, 12. apríl 2016

Stjórnarfundur 2, 12. apríl 2016 kl. 19.30

Mætt:

Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Ásbjörn Ólafsson, formaður, Árni Davíðsson, Morten Lange, Páll Guðjónsson, Sigurður Grétarsson, Sesselja Traustadóttir, Vilberg Helgason

Fjarverandi:

Haukur Eggertsson

 

1. ECF – leadership program

Stefnumótun.

 

2. Hjólum til framtíðar

Reikna má með erindi frá Margréti Silju frá Vegagerðinni í haust um Vegagerðin og hjólreiðar. Drög að dagskrá liggur nú fyrir.

 

3. Fundarstarf í fortíð, nútíð og framtíð

Síðasta miðvikudag 6. apríl kynntu 3 MPM nemendur vinnu sína varðandi Stefnumótun fyrir stjórn LHM .....

Öryggi vegfarenda sem hjóla í vinnunna. Haldinn verður morgunverðarfundur á vegum stjórnvísi (fyrir stjórnvísismeðlimi) í Eflu fös 29. apríl næstkomandi. Þar á að fjalla um jákvæð áhrif og áskoranir sem hjóla í vinnuna hefur á heilsu og öryggi starfsmanna, vegfarendur og aðra í umferðinni. Guðbjörg Lilja mun hýsa fundinn og halda erindi.

Umhverfisstofnun hefur hug á að halda samráðsfund með náttúruverndarsamtökum eins og áður hefur verið gert 27. eða 28. apríl frá 11:30 – 13:00.

 

4. Fjölmiðlar og heimasíður

Verkfræðingafélags Íslands í samstarfi við Verkís hélt fund sem þar Höskuldur Kröyer kynnti áhrif hraða í sambandi við gangandi og hjólandi. Sjá frétt á fésbókarsíðu LHM.

Ásbjörn svaraði símtali frá Reykjavík síðdegis (bylgjunni) vegna æsifréttamennsku í fréttablaðinu um mikla fjölgun hjólreiðaslysa. 

Ásbjörn fékk birtar grein um hjólreiðar og krabbamein í fréttablaðinu í apríl (það tók mánuð að koma henni að J Hann fyrirhugað að skrifa fleiri greina.

 

5. Lög, reglugerðir og umsagnir

 

6. Fjármál

Umhverfisráðuneytið féllst ekki á að greiða LHM styrk þar sem við uppfyllum ekki þau skilyrði að eigin fjáröflun standi undir a.m.k. helmingi kostnaðar vegna almennrar starfsemi samtakanna.

Samþykkt að greiða flug fyrir Vilberg ef notað er flugfrelsi.

 

7. Önnur mál

Mastersverkefni um hjólreiðarsamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hrönn Valdimarsdóttir er í slíku námi í Osló og bað Ásbjörn um að svara nokkrum spurningum. Ásbjörn gerði það og gaf henni einnig upp stjórnarlista LHM.

Vegagerðin hélt ráðstefnu um vetrarþjónustu. Þar var m.a. haldið erindið

Vetrarþjónusta á göngu- og hjólreiðastígum Reykjavíkurborgar.Björn Ingvarsson, Reykjavíkurborg sem var áhugavert

Á ráðstefnunni voru einnig sýndar myndavélar sem er hægt að nota til að telja hjólreiðaumferð en hefur þó gengið illa að „selja“ Reykjavíkurborg. Það er þó í vinnslu.

Samstarf við forystu hestamanna um yfirtöku hestaslóða við þjóðveginn og breyta í hjólaleiðir – samvinna við Þórð í Vatnajökulsþjóðgarði, ST

Námskeið í lagningu og viðhaldi göngustíga verður haldið á Mógilsá 22. apríl frá 9 til 17, ætlað öllum þeim sem koma að skipulagningu, uppbyggingu og viðhaldi göngustíga.

Leiðbeiningarhandbók merkinga á hjólastígum unnin fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er alveg að verða klár.