Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 12. mars 2020

Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 12. mars 2020.


1. Kjör fundarstjóra og fundarritara

Fundastjóri Haukur Eggertsson. Fundarritari Páll Guðjónsson.

 

2. Ársskýrsla stjórnar

Árni Davíðsson fór yfir ársskýrslu LHM fyrir 2019.

 

3. Skýrslur nefnda

Sjá ársskýrslu.

 

4 .Umræður um skýrslur

Almenn ánægja með ársskýrsluna.

 

5. Reikningar bornir upp

Haukur Eggerts, gjaldkeri fór yfir ársreikninginn. Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

6. Tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna

Nýstofnað félag Reiðhjólabænda sækir um aðild að LHM. Samþykkt samhljóða.

 

7. Umræður um tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna 8.Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra 9.Kjör formanns

Árni Davíðsson kosinn samhljóða.

 

10. Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda

Páll Guðjónsson, Haukur Eggertsson, Erlendur S. Þorsteinsson, Sigurður Grétarsson, Fjölnir Björgvinsson. Varastjórn: Morten M. Lange. Björn Bjarnason, skoðunarmaður reikninga og Þórður Ingþórsson til vara. Samþykkt samhljóða.

 

11. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram

Ekki liggur fyrir fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið þannig að þetta er sett í hendur nýrrar stjórnar.

 

12. Önnur mál

Gengið frá pappírum vegna skráningar samtakanna hjá skattinum.

 

13. Fundargerð lesin og samþykkt

Fundargerð lesin og samþykkt.