Geirsgata – Lækjargata forhönnun, athugasemdir LHM

Forhönnunin var kynnt á fundi með LHM, Landmótun og Hnit og fulltrúum frá Reykjavíkurborg. Málið var tekið fyrir á stjórnarfundi LHM 16. september s.l.

Fyrirhugað er að leggja tvístefnu hjólastíg norðan Geirsgötu og var í kynningu á framkvæmdinni skilningur allra að hann kæmi í beinu framhaldi af stíg við Sæbraut og mundi haldi áfram í vestur að Grandagarði eða Ánanaustum t.d. um Suðurbugt og Slippasvæðið í framtíðinni. Hann yrði því stofnstígur fyrir hjólreiðar meðfram ströndinni norðan megin og myndi borgin tryggja í framtíðinni að leiðin yrði greið og örugg. Einstefnu stígur meðfram Geirsgötu beggja megin myndi henta síður því ekki væri hægt að halda áfram með hann meðfram Mýrargötu vegna þess hvað götusniðið er þröngt og því kæmi bara til greina að hafa tvístefnu stíg þar. Það væri ekki hægt að búast við að hjólandi myndu þvera Geirsgötu tvisvar til að fara í austur eftir þessari leið. Þessi tvístefnustígur ætti að uppfylla kröfur um öryggi vegna þess að þveranir eru fáar á leiðinni og við hönnun og útfærslu leiðarinnar væri séð til þess að hún væri greið án hindrana.

Fyrirhugaður stígur er sýndur á þessum uppdrætti.

Athugasemdir LHM eru settar fram í þessu skjali. Landssamtökin benda þar á nokkur atriði sem rétt er að huga að við þessa framkvæmd.

Almennt séð eru Landssamtökin mjög ánægð með þessa framkvæmd. Leiðin meðfram sjónum við norðurströnd Reykjavíkur er mjög vinsæl hjá hjólandi, bæði sem samgönguæð og sem útivistarleið. Eins og sakir standa hefur stundum verið erfitt að komast um hafnarsvæðið. Fyrirhugaður stígur lagar það að hluta en eftir sem áður þarf að tengja hann bæði í austur, fram hjá Hörpu, og í vestur framhjá Suðurbugt og Slippnum. Vonandi dregst ekki lengi að tengja þar áfram með greiðum og öruggum stíg.