Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025

Reykjavíkurborg kallaði eftr samráði vegna endurskoðunar Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021-2025.

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) barst fjórar spurningar í samráði um endurskoðun hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur fyrir 2021-2025. Hér að neðan er reynt að svara þessum spurningum auk þess sem lagt er útaf reynslunni af núverandi hjólreiðaáætlun og hvað æskilegt væri að laga í þeirri næstu. Til að svara þessum spurningum með breiðri skírskotun til skoðana hjólreiðamanna lagði LHM fram óformlega skoðanakönnun í hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook.
Spurningar voru eftirfarandi og eru svörin við þau í umsögninni.

  1. Hvernig verkefni ætti borgin að leggja áherslu á að framkvæma á næstu árum.
  2. Helstu hindranir á hjólaleiðum? Hvað þarf að bæta?
  3. Hvaða stofnfjárfestingar eru brýnastar?
  4. Eitthvað sem þið viljið koma á framfæri?

 

 Bréf Reykjavíkurborgar með beiðni um umsögn.

 

Svör LHM við spurningum.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.