Vesturvör 38A og 38B - breyting á deiliskipulagi

Umsögn LHM.

Kópavogur, skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/428

 

Fjöldi bílastæða virðist mótsagnakenndur í greinargerð með breyttu skipulagi, á uppdrætti yfir gildandi skipulag og á uppdrætti yfir tillögur að breyttu skipulagi. Í greinargerð og á uppdrætti yfir gildandi deiliskipulag segir að bílastæði á Vesturvör 38A og 38B verði samtals 240 á hverri lóð þar af 200 í niðurgrafinni bílageymslu. Það er að samtals verði 480 bílastæði á þessum lóðum og af þeim 400 neðanjarðar. Á uppdrætti af tillögu að breyttu deiliskipulagi er hinsvegar sagt að það verði 120 bílastæði á hverri lóð þar af 100 í niðurgrafinni bílageymslu. Ef ætlunin er að fækka bílastæðum um helming ætti það að koma skýrt fram í greinargerð.

Vesturvör 38A og 38B er við hlið Borgarlínu á besta stað fyrir almenningssamgöngur. Í forsendum Borgarlínu er gert ráð fyrir að byggð við Borgarlínustöðvar ýti undir notkun almenningssamgangna. Stór þáttur í ferðamátavali fólks er hversu auðvelt aðgengi er að bílastæðum og hvort gjaldtaka er fyrir notkun þeirrar þjónustu eða ekki. Að mati LHM er þessi fjöldi bílastæða á umræddum lóðum, 480 eða 240 stæði, alltof mikill og það vinnur gegn nýtingu Borgarlínu að hafa þennan fjölda stæða. Það er skýr mótsögn falin í því að byggja upp hágæða almenningssamgöngur og láta þær síðan keppa við enn meiri hágæða einkabílasamgöngur á lóðum sem bókstaflega standa ofan í Borgarlínustöðvum. Þessi fjöldi bílastæða á alls ekki heima við hliðina á Borgarlínu. Það væri mögulega hægt að vinna gegn því með því að gjaldtaka fyrir bílastæði í bílageymslunum þannig að notendur einir myndu borga fyrir gerð, þjónustu og viðhald bílastæðanna. Slík gjaldtaka fyrir veitta þjónustu myndi þýða mun minni nýtingu stæðanna og því er líklegt að þessi fjöldi stæða sé ofmetin miðað við mögulega eftirspurn eftir stæðum ef þau væru með gjaldtöku.

LHM leggur til að bílastæðum verði fækkað á Vesturvör 38A og 38B og að gerð verði krafa um að öll bílastæði verði með gjaldskyldu. Það er til að ýta undir breyttar ferðavenjur nálægt borgarlínustöð.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.