Umsögn um: Vetrarmýri - Miðsvæði - Deiliskipulagsbreyting

Umsögn LHM.

Garðabær Skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/773 

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:

- Tillagan gerir ráð fyrir að íbúðum innan deiliskipulagssvæðis Vetrarmýrar fjölgi úr 664 íbúðum í 795 íbúðir. 

- Bílastæði sem áður áttu að vera í tveimur sjálfstæðum bílahúsum meðfram Reykjanesbraut (Vetrarbraut 9) verða byggð sem kjallarar undir tveimur skrifstofubyggingum sem verða 5 hæðir. Í þessum húsum auk þriðju skrifstofubyggingarinnar sem verður 4 hæðir á reitnum Vetrarbraut 13 verða lágmarkskröfur um bílastæði auknar úr einu bílastæði á hverja 100 m² af atvinnuhúsnæði í eitt bílastæði á hverja 60 m² af atvinnuhúsnæði.

- Byggingarreitur fyrir lóð við Vetrarbraut 1 skiptist og verður Vetrarbraut 1-3. 

- Ekkert atvinnuhúsnæði verður á lóðinni við Vetrarbraut 1-3.  

- Atvinnuhúsnæði minnkar úr 36.461 m² í 29.558 m². 

- Á öðrum lóðum ætluðum fyrir atvinnuhúsnæði í gildandi deiliskipulagi, að frátaldri lóðinni við Vetrarbraut 14 við suðurenda íþróttaleikvangs, verður eingöngu atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Hinsvegar koma nýjar byggingar ofan á bílahús meðfram Reykjanesbraut eingöngu ætlaðar fyrir atvinnuhúsnæði.

 

Umsögn LHM snýr fyrst og fremst að fjölda hjólastæða sem áætlaður er í deiliskipulaginu og því að í hverfinu rísi byggð sem getur orðið hvati til breyttra ferðavenja. Í hverfinu gert ráð fyrir hágæða almenningssamgöngum á sérakreinum á Reykjanesbraut, e.t.v. hluti Borgarlínu í framtíðinni. LHM óska eftir því að tekið verði tillit til athugasemda samtakanna í frekari úrvinnslu skipulasgtilagnanna.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.