Bílamenning í Reykjavík. Hegðun fólks á bílaplönum

Út er komin skýrsla á Skemmunni eftir Huldu Dagmar Magnúsdóttur um nemendaverkefni hennar í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands um hegðun fólks á bílaplönum, sem er partur af bílamenningunni í Reykjavík. Salvör Jónsdóttir og Guðrún Gísladóttir voru leiðbeinendur.

Hér að neðan er útdráttur úr skýrslunni.

Skýrsluna sjálfa má nálgast hér í þessum tengli: http://hdl.handle.net/1946/17293

Útdráttur:

    Fátt hefur haft jafn mikil áhrif á borgarþróun og ör bílvæðing. Lengi framan af var einkabíllinn tákn velmegunar og vaxandi lífsgæða og samfara aukinni útþenslu byggðar varð hann nauðsynlegur. Síðustu ár hafa margar borgir dregið markvisst úr þjónustu við einkabílinn og þannig reynt að draga úr umfangi hans og áhrifum á umhverfi og borgarbrag. Tilgangur verkefnisins er að gera grein fyrir bílastæðamenningu í Reykjavík, viðhorfi almennings og hegðun gagnvart bílaplönum og notkun á þeim. Einnig að kanna hvort mismunandi aðstæður á bílaplönum leiði til mismunandi hegðunar þ.e hvaða þættir í umhverfinu stýra því t.d hvort fólk gengur eða ekur á milli verslana sem tilheyra sama bílaplaninu. Markmiðið er að kanna hversu algengur óþarfa akstur er á bílaplönum og hvort ástæða sé til að leita leiða til að draga úr þessum akstri. Niðurstöðurnar voru að nærri helmingur þeirra sem sáust fara á milli staða á sama bílaplani fóru akandi. Skipulagstengdir þættir eins og hæfilegar göngulengdir, góðar tengingar og skjól hafa mikið að segja en þessir þættir þurfa að fara saman og styðja hver við annan til að hafa teljandi áhrif á hegðun fólks. Bæði of lítið og of mikið framboð af bílastæðum stuðlar að óæskilegri hegðun ökumanna og auka líkur á að bílum sé lagt ólöglega. Það er unnt að hafa áhrif á hegðun fólks með stefnumótandi aðgerðum og draga með þeim hætti úr umfangi bílaplana. Algengustu og áhrifaríkustu aðferðirnar eru gjaldskyld bílastæði og skilgreindur hámarksfjöldi bílastæða á hverju svæði.
    Efnisorð: Bílastæði, bílaplan, bílvæðing, einkabíllinn, akstur, stöðubrot, skipulag, stefnumótun.


English abstract:

The report is available here: http://hdl.handle.net/1946/17293

    Rapid growth of car use has had a major impact on city development. In the beginning a private vehicle was a symbol of prosperity and increasing quality of living. Through the past few years, growing number of cities have reduced services to the users of automobiles to attempt to reduce the impact of car use and parking on the environment and the landscape of the city. The aim of this project was to study the prevalence of people driving between different locations within the same parking lot and to assess if such driving can be reduced through planning. Also to study what effects availability of parking spaces has on people´s behaviour and if parking lots can be reduced with planning and policy making. The results showed that nearly half of the people that visited two different locations within the same area, drove between the two destinations. Planning factors such as walking distances, good connections and shelter are very important, but these factors all need to exist and support each other to have a significant effect on people´s behaviour. Both too little and too much supply of parking spaces contribute to undesired behavior of drivers and increase likelihood that cars will be parked illegally. It is possible to have effects on parking and travel behavior by planning and policy making. The most common and effective methods are charging for parking and define maximum number of parking spaces in each area.
    Keywords: parking, parking lots, car-dominance, private car, driving, parking violations, planning, policy.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.