Ein ástæðan fyrir því að LHM er á móti því að notkun reiðhjólahjálma verði skylduð með lögum er sú að við teljum það engan glæp að hjóla án reiðhjólahjálms en í Dallas er fólk sektað og sent fyrir dómstóla fyrir það eitt að hjóla án reiðhjólahjálms.
Danir hafa reiknað það út að hjólreiðar eru hagkvæmar fyrir samfélagið sem nemur 1,22 DKR á kílómetra en kostnaður samfélagsins af hverjum eknum kílómetra 0,69 DKR
Breskir hjólreiðamenn leiðrétta rangfærslur um skatta og vegagjöld. {jathumbnail off}
Hjólateljarar eða Cykelbarometeret eru nýjung í Danmörk. Þeir telja hjólreiðafólk á ákveðnum stöðum og þú getur séð hversu margir hafa hjólað leiðina á undan þér þann dag og fylgst með þróuninni. Það er ágætur mælikvarði á hversu hjólavæn borg er hversu margir hjóla.
Góðgerðarsamtökin Sustrans, sem vinna að aukningu hjólreiða á Bretlandi, kannaði hvort konur fengju góða þjónustu í hjólabúðum. {jathumbnail off}
Hjálmaskylda skaðlegri en frjálst val er fyrirsögn athyglisverðrar greinar í New Scientist.
Hversu langt er of langt og hversu langt er mátulega langt. Hér hefur verið gerð rannsókn á þessu m.t.t. þess hvort verið er að ganga, hjóla eða aka bæði m.t.t. tíma og vegalengdar. Svolítið fræðilegt en áhugavert.
Í London hjóla núna 91% fleiri en árið 2000 og því er spáð að fljólega hjóli fimmtungur til vinnu samkvæmt þessari frétt BBC um hvernig best er að leggja hjólinu.
Page 3 of 5