Heiðmerkuráskorun 30. júní 2010. Úrslit og myndir

0701_0115_58_11Hin árlega Heiðmerkuráskorun á fjallahjóli fór fram í 5. skipti í gærkvöldi (miðvikudagskvöld 30. júní). Að þessu sinni voru um 50 keppendur sem kepptu í A-flokki og hjóluðu þeir tvo 12km hringi eftir stígum og malarvegum í Heiðmörk við nokkuð góðar aðstæður. Brautin var þó aðeins of þurr og laus í sér nokkrir keppendur lentu í vandræðum með að halda sér á brautinni.

Í karlaflokki (24km)var keppnin mjög spennandi en þar skiptust Árni Már Jónsson og Hákon Hrafn Sigurðsson á forystunni og munaði aldrei meira en 10 sekundum á þeim alla leiðina og einungis munaði um 2 sek á þeim þegar um 500metrar voru í mark. Það var Árni Már sem reyndist svo sterkari og hann vann á nýju brautarmeti 50 mín og 35 sek sem er bæting á gamla brautarmetinu um rúmlega 2 mínútur. Hákon Hrafn kom 1 sek á eftir honum í mark og þriðji var svo Miroslaw Adam Zyrek á tímanum 52:49 en hann hefur komið hvað mest á óvart í sumar.

Í kvennaflokki (12km) var keppnin einnig jöfn um efstu sætin en María Ögn Guðmundsdóttir tók fljótlega forystuna og bætti jafnt og þétt við hana alla leiðina og kom í mark á tímanum 33:35, Nýliðinn Guðný Steina Pétursdóttir hjólaði af miklu öryggi og kom önnur í mark á tímanum 34:10 og Bryndís Þorsteinsdóttir var svo 7 sek á eftir henni í 3. sæti.

Einn keppandi braut viðbein og aðrir skrámuðust aðeins þegar þeir lentu út úr brautinni en annars tókst keppnin vel. Að lokinni keppni bauð Örninn keppendum í glæsilega grillveislu sem vakti gríðarlega lukku.

Hér er upptaka frá keppninni sem Elvar Örn tók + video af vél sem var föst á hjólinu hans Árna.

 

 

Skoða Úrslit smella hér.

Úrslit frá 2009

 

Myndir .

Myndir frá endamarki og verðlaunaafhendingu.

Myndir frá ræsingu, braut og verðlaunaafhendingu hjá krökkunum.

Myndir frá undirbúningi, braut og verðlaunaafhendingu.

Ljósmyndarar: Kristinn R. Kristinsson, Sigurborg Jóhannsdóttir, Albert Jakobsson og Helgi.

Frétt af vef HFR hfr.is - 1.júlí 2010  -  Albert Jakobsson