Af högum hjólreiðamanna, lokaverkefni frá HÍ

RekkahjolAf högum hjólreiðamanna, heitir lokaverkefni frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands frá árinu 2010. Höfundurinn er Davíð Arnar Stefánsson. Ritgerðina má finna á Skemmunni en Skemman er rafrænt gagnasafn með lokaritgerðir.

 

Hann segir í útdrætti eftirfarandi:

Á liðnum áratugum hefur áhersla verið lögð á að greiða götu einkabílsins umfram aðra kosti í samgöngum. Hin síðari ár hafa hins vegar vaknað spurningar um aðrar leiðir og hafa hjólreiðar verið nefndar í því sambandi. Hér eru kynntar niðurstöður rannsóknar á hugmyndum hjólreiðamanna um umhverfi sitt og aðstæður. Rannsóknin er byggð á viðtölum við hjólreiðamenn sem hjóla daglega og einnig þá sem hjóla stöku sinnum. Jafnframt var rætt við sérfræðinga í málefnum hjólreiðamanna til að fá dýpri skilning á helstu hagsmunamálum hinna síðarnefndu. Almennt voru hjólreiðamenn jákvæðir í garð annarra vegfarenda en finna helst að aðstöðuleysi fyrir hjólandi á höfuðborgarsvæðinu. Hraði og mengun er það sem flestir hjólreiðamenn forðast á götum úti og þeir sækja helst á þar til gerða hjólastíga, hjólavísa og hjólareinar. Verkefninu lýkur á vangaveltum um borgarskipulag og framtíðarmöguleika reiðhjóla sem samgöngutækja.