Hjólastígur við Kringlumýrarbraut

Mynd Kringlumýrarbraut

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar framkvæmdum í Reykjavík er sagt frá lagningu hjólastígs meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu frá Laugavegi að Miklubraut.

Verkið felst í gerð hjólastígs meðfram núverandi göngustíg, gerð afreinar á Kringlumýrarbraut, gerð nýrrar stofnlagnar vatnsveitu og lagning á fjölpípukerfum Mílu.
Vinnusvæðið er Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Laugavegi

Hér er nánari lýsing á verkefninu.

Hér eru uppdrættir á mynd 1, mynd 2 og mynd 3.

Verkið felst í gerð hjólastígs vestan Kringlumýrarbrautar frá Laugavegi að Kringlumýrarbraut með tilheyrandi lýsingu, auk gerðar hægri beygjureinar af Kringlumýrarbraut vestur Háaleitisbraut. Þá skal leggja nýja stofnlögn vatnsveitu í stígstæðið.  Fyrir Mílu á verktaki að leggja fjölpípustofn, PVC-rör og setja niður brunna. Þar sem eldri lagnir verða fyrir öðrum lögnum og lenda inni í jarðvegsskiptum, skal verktaki grafa varlega frá lögnum og færa þær til og leggja að nýju í nýrri legu.Jarðvegsskipta skal undir stígum og gatnaútvíkkunum, leggja jöfnunarlag, púkkmulning og malbika.  Í jarðvegsskipti svæði er lögð ný stofnlögn vatnsveitu, ljósastrengur og fjölpípukerfi Mílu. Meðfram stígum skal koma fyrir ljósastreng og reisa ljósastólpa. Þar sem stígur þverar Háaleitisbraut skal setja ný umferðarljós.

Tímaáætlun Frá Til
Frumathugun    
Hönnun og áætlanagerð Janúar 2015 Mars 2015
Framkvæmd verks Apríl 2015    30. ágúst 2015

 

Áætluð verklok eru  30. ágúst 2015.

Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 116 millj. kr.