Hjólastígur við Kringlumýrarbraut

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar framkvæmdum í Reykjavík er sagt frá lagningu hjólastígs meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu frá Laugavegi að Miklubraut.

Mynd Kringlumýrarbraut
Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar fyrir breytingu

Verkið felst í gerð hjólastígs meðfram núverandi göngustíg, gerð afreinar á Kringlumýrarbraut, gerð nýrrar stofnlagnar vatnsveitu og lagning á fjölpípukerfum Mílu.
Vinnusvæðið er Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Laugavegi

Hér er nánari lýsing á verkefninu.

Hér eru uppdrættir á mynd 1, mynd 2 og mynd 3.

Verkið felst í gerð hjólastígs vestan Kringlumýrarbrautar frá Laugavegi að Kringlumýrarbraut með tilheyrandi lýsingu, auk gerðar hægri beygjureinar af Kringlumýrarbraut vestur Háaleitisbraut. Þá skal leggja nýja stofnlögn vatnsveitu í stígstæðið.  Fyrir Mílu á verktaki að leggja fjölpípustofn, PVC-rör og setja niður brunna. Þar sem eldri lagnir verða fyrir öðrum lögnum og lenda inni í jarðvegsskiptum, skal verktaki grafa varlega frá lögnum og færa þær til og leggja að nýju í nýrri legu.Jarðvegsskipta skal undir stígum og gatnaútvíkkunum, leggja jöfnunarlag, púkkmulning og malbika.  Í jarðvegsskipti svæði er lögð ný stofnlögn vatnsveitu, ljósastrengur og fjölpípukerfi Mílu. Meðfram stígum skal koma fyrir ljósastreng og reisa ljósastólpa. Þar sem stígur þverar Háaleitisbraut skal setja ný umferðarljós.

Tímaáætlun Frá Til
Frumathugun    
Hönnun og áætlanagerð Janúar 2015 Mars 2015
Framkvæmd verks Apríl 2015    30. ágúst 2015

 

Áætluð verklok eru  30. ágúst 2015.

Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 116 millj. kr.

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.