Hjólastígur meðfram Háaleitisbraut frá Brekkugerði að Miklubraut

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar framkvæmdum í Reykjavík er sagt frá lagningu hjólastígs meðfram Háaleitisbraut milli Brekkugerðis og Miklubrautar.

Mynd af stíg meðfram Háaleitisbraut
Mynd af stíg meðfram Háaleitisbraut

Verkið felst í gerð hjólastígs austan Háaleitisbrautar milli Brekkugerðis að sunnan og Miklubrautar að norðan með flutningi ljósastaura frá götu að lóðamörkum fjær stíg, endurnýjun kantsteins á Háaleitisbraut, flutningi strætóbiðstöðvar að Háaleitisbraut og nýjum frágangi í kringum hana, fullnaðarfrágangi þverana við Smáagerði og Brekkugerði og endurnýjun hluta raflagna milli núverandi göngustígs og lóðarmarka samsíða honum. Auk þessa skal færa hraðavarnaskilti og einstaka önnur skilti sem nú eru í komandi hjólastígastæði. Færa þarf fjögur niðurföll í samræmi við breytingar á kantlínu.

Hér eru uppdrættir af framkvæmdinni á mynd 1 og mynd 2.

Framkvæmdin er síðan kynnt í samhengi við hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar í þessari kynningu (pdf 2,5 mb).

Tímaáætlun Frá Til
Frumathugun    
Hönnun og áætlanagerð Apríl 2015 Júní 2015
Framkvæmd verks Júlí 2015 Október 2015

 

Áætluð verklok eru 15.október 2015

Áætlaður heildarkosnaður er 45 millj. kr.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.