Stígur með Reykjanesbraut meðfram Jöldugróf og Blesugróf

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar framkvæmdum í Reykjavík er sagt frá lagningu stígs með Reykjanesbraut meðfram Jöldugróf og Blesugróf.

Stígur meðfram Reykjanesbraut við Blesugróf
Stígur meðfram Reykjanesbraut við Blesugróf

Jarðvinna (gröftur og fylling) og malbikun á gangstíg meðfram Jöldugróf og Blesugróf ásamt
tröppustíg frá strætóbiðstöð að Jöldugróf. Einnig skal reisa ljósastólpa og leggja strengi.
 
Jarðvinna (gröftur og fylling) og malbikun á gangstíg frá göngustíg meðfram Kringlumýrarbraut í
gegnum trjálund að bílastæði norðaustan við Hátún 10B.
 
Uppsetning á ljósastólpum meðfram stígum í Laugardal ásamt jarðvinnu við lagningu strengja.

Á myndinni hér að ofan sést lega nýja stígsins meðfram Reykjanesbrautinni. Stígurinn tengir saman stíginn vestan við göngubrú yfir Reykjanesbraut að sunnan og stíg vestan við undirgöng undir Reykjanesbraut að norðan.

Tímaáætlun Frá Til
Frumathugun Mars 2015 Apríl 2015
Hönnun og áætlanagerð Apríl 2015 Júní 2015
Framkvæmd verks Júní 2015 Október 2015

 

Áætluð verklok eru í október 2015

Áætlaður kostnaður er um 30 mkr.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.