Lykilstígar fá nöfn í Reykjavík

Á 60. fundi í Skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur þann 15. janúar 2020 var samþykkt fundargerð nafnanefndar Reykjavíkur um nöfn á nokkrum lykilstígum í borginni.

Fulltrúi Pírata, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu: 
 
Rétt eins og götur og vegir hafa nöfn er eðlilegt að stígar sem ætlaðir eru gangandi og hjólandi hafi nöfn. Vel hefur tekist til að okkar mati. Sex ný, falleg nöfn bætast nú við á stígakort Reykjavíkur. Sólarleið, Mánaleið, Kelduleið, Bæjarleið, Eyjaleið og Árleið. Við fögnum því.

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 
Fundargerð nafnanefndar: 

Kort af lykilstígum með nöfnum: