Fleiri en áður hjóla í janúar

Samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar eru horfur á að 2024 verði gott hjólaár því tölur sýna að reiðhjólin voru nýtt betur í janúar en undanfarin ár.

"Hjólateljarar sýna að fleiri en áður hjóluðu í janúar, þrátt fyrir rysjótt veður. Á höfuðborgarsvæðinu var aukningin 38% eða fór úr 58.395 í 80.445. Á völdum sex stöðum innan Reykjavíkur var aukningin 32% eða fór úr 21.071 í 27.911 milli ára. Þessir staðir eru Nauthólsvík, Ægisíða, Harpa, Glæsibær, Geirsnef og Elliðaárdalur."

Í Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar er hægt að finna ótrúlega margt og þar á meðal kort yfir hjólateljara borgarinnar. Með því að smella á hvern teljara er hægt að sjá talningar yfir mismunandi tímabil.

Myndir af vef Reykjavíkurborgar 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.