Reiðhjól í Reykjavík á grænu ljósi

Á hinni nýju hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám verða sérstök umferðarljós fyrir hjólreiðafólk á sex stöðum.  Í fyrramálið kl. 10:00, miðvikudaginn 27. febrúar, verða ljósin yfir Sæbraut við Súðarvog gangsett.  Á þeim stað hefur verið komið fyrir skynjurum sem kalla eftir þörfum á græna ljósið fyrir hjólreiðafólk sem er á leið þvert yfir Sæbrautina.   

Að frátöldum ljósunum við Sæbrautina eru umferðarljósin fyrir reiðhjólin á hinni nýju leið tímastillt.  Þau virka eins og önnur umferðarljós, en í útliti skera þau sig úr þar sem efst trónir hvítt reiðhjólamerki í bláu gleri og logar það stöðugt í þeim tilgangi að vekja athygli hjólreiðafólks.

Umferðarljósin verða eins og áður segir á sex stöðum og tengjast þau ljósastýringu umferðar í nágrenninu sem og miðlægri stýringu umferðarljósa og eftirlitskerfi.  Ljós við Engjaveg og Katrínartún eru þegar komin upp og hafa verið gangsett. Þá verða umferðarljós fyrir reiðhjól einnig sett upp þar sem hjólastígurinn nýi þverar Nóatún, Kringlumýrarbraut og Reykjaveg.

Uppruni: reykjavik.is

vogar_og_saebraut_mid

vogar_og_saebraut_2_mid

vogar_og_saebraut_3_mid

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.