Ný stígatenging milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar

Þegar svartasta skammdegið hörfaði birtist nýmalbikaður og upplýstur stígur frá Setbergshverfi í Hafnarfirði inn í Kauptún í Garðabæ. Stígurinn tengist stíg þvert yfir Garðahraun að Flatahverfi. Þarna er því orðinn til 2,3 km samfelldur kafli sem fer einungis yfir eina götu við mislæg gatnamót við Urriðaholt. Landslag hefur unnið að stígaskipulagi í Garðabæ og tekur nú þátt í að undirbúa næstu áfanga.

Þessi áfangi er fyrsti af mörgum. Honum er ætlað að tengja Hafnarfjörð og Garðabæ við Kauptún en nýtist strax sem tenging milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hann fer á kafla um mjög úfið hraun sem nýtur verndar og lega hans miðast við að falla sem best að landslaginu. Næsti áfangi verður hinum megin Reykjanesbrautar. Hann verður styttri og beinni og nýtur líka skjóls af landslagi.

Bláa línan á kortinu sýnir samfelldan 2,3 km langan malbikaða og upplýstan stíg milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar sem var kláraður núna í kringum áramótin.
Rauða leiðin verður hjólahraðbrautin austan við Garðabæ og er í undirbúningi. Þrátt fyrir hlykkina á bláu leiðinni þá tekur ekki nema 4-8 mínútur að hjóla hana.

Byggt á Facebook færslum Þráins Haukssonar landslagsarkitekts á síðu Landslags ehf

Landslag1

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.