Hjólastígur meðfram Fífuhvammsvegi framhjá Smáralind - Erindi til Skipulagsráðs Kópavogsbæjar

Bréf LHM.

Skipulagsráð, 162. fundur, 15. apríl 2024 kl. 15:30 - 18:19

(https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/skipulagsrad/3801)

    1. 24041420 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Gatnamót Fífuhvammsvegar við Dalveg og Reykjanesbraut.

Lögð fram umsókn framkvæmdadeildar dags. 25. mars 2024 um framkvæmdaleyfi skv. 5.mgr. 13.gr. og 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir endurnýjun þriggja gatnamóta á Fífuhvammsvegi við Dalveg og beggja vegna við Reykjanesbraut.

Skipta þarf út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri ljósastýrðum. Um er að ræða óveruleg frávik við breytingar á gatnamótum án þess að gerðar séu breytingar á akstursefnum. Framkvæmdirnar eru umferðartæknilegar endurbætur á gatnamótum í þágu bætts umferðaröryggis og flæðis.

LHM hefur töluverðar áhyggjur af hugmyndum af einstefnustíga og að umferð verði beint í gegnum undirgöng undir Fífuhvammsveg til móts við norðurturn Smáralindar með tilheyrandi mjög kröppum beygjum, skörpum hæðarbreytingum og lélegum sjónlínum. LHM hefur einnig áhyggjur af því að aðilar sitji ekki við sama borð í samtölum Kópavogsbæjar um hjólastíga.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.