Öruggari flutningabílar

pic_15857_s1Í Danmörku hefur ný gerð flutningabíla verið í notkun í eitt ár. Bílarnir eru taldir draga úr líkum á svokölluðum hægribeygjuóhöppum en í þeim aka menn, sérstaklega ökumenn stórra bíla, til hægri í veg fyrir hjólreiðamann.

Bílstjórasætið er neðar í þessum bíl og hurðin er öll úr gleri.  Það er því auðveldara fyrir bílstjóra og hjólreiðamann að ná augnsambandi. Bílstjórinn sér líka betur hvort einhver sé við hlið bílsins. Auk þess þykir bíllinn betri fyrir ökumanninn þar sem hann þarf ekki að klöngrast upp í bílinn heldur getur gengið beint inn í hann.

Sjá nánar á: http://www.lastbilmagasinet.dk/artikel.aspx?id=21921