Almennings-hjólaleiga í London

albertembankmentfullsize2_thumb1Eftir viku verður vígð almennings-hjólaleiga í London. Það byggir á sömu hugmyndafræði og hefur reynst svo vel í nokkrum öðrum stórborgum eftir að Paris ruddi brautina með sínu Velib kerfi. Hér er skemmtilegt myndbandi sem sýnir hversu auðvelt þetta er í notkun hvort sem fólk er búið að kaupa sér aðgangskort eða notar sín greiðslukort.