Landssamtök hjólreiðamanna LHM óska eftir því að Fréttablaðið/Vísir leiðrétti þessa frétt. Fréttin er röng og meiðandi fyrir hjóreiðamenn. Haldið er fram að hjólreiðamenn hafi valdið 91 umferðarslysi á síðasta ári þar sem ökumenn bifreiða hafi slasast. Hið rétt er að þessir 91 ökumenn sem slösuðust og sagt er frá í töflu nr. 1.6.3 "Orsakir slysa" í skýrslu Samgöngustofu voru ökumenn reiðhjóla, það er hjólreiðamenn. Það er því fullkomlega rangt að halda því fram sem fram kemur í frétt Fréttablaðsins og á Vísi og er það skylda blaðsins að birta hið rétta í blaðinu í vandaðri umfjöllun. Í henni ætti að ræða við höfund skýrslu Samgöngustofu og fulltrúa LHM.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) birti 15. mars skýrslu um fyrsta banaslys hjólreiðamanns í 18 ár. Slysið varð 21. desember 2015 þegar ekið var aftan á hjólreiðamann á Vesturlandsvegi vestan Höfðabakka. Hjólreiðamaðurinn var vel útbúinn umfram kröfur laga og reglugerða. Útsýni var gott og lýsing með besta móti. Ekkert hefði átt að hindra ökumanninn í að sjá fram á veginn og varast slys. Bílstjórinn ók yfir lögmætum hámarkshraða sem bæði minnkar þann tíma sem hann hefur til að bregðast við hættum framundan og eykur líkur á alvarlegum meiðslum eða dauðsfalli við árekstur. Að auki voru þrír hlutir við framrúðu ökumanns sem trufluðu útsýni hans auk þess sem hann hafði verið á langri næturvakt.
Aðalfundur LHM verður haldin 9. mars kl. 20:00 í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.
Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM
Aðalfundur LHM verður haldin 16. febrúar kl. 19:30 í húsnæði ÍSÍ Engjaveg 6, 3. hæð
Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM
Núna um áramótin falla niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis falla niður tollar á fatnaði og skóm þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjólamenn.
Stjórn LHM harmar þann atburð sem varð í Ártúnsbrekkuna í gær þegar bifreið var ekið á hjólreiðamann með þeim afleiðingum að hann lést. Hugur okkar hvílir hjá fjölskyldu þess látna og ökumanninum.
Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Page 3 of 12