Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, lagði til á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að gerð verði hjólavefsjá fyrir Reykjavík þar sem hægt verði að sjá hvernig hjólafólk kemst með fljótlegustum og öruggustum hætti á milli staða.
Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í umhverfis- og samgönguráði frestaði því að afgreiða tillöguna.
Gísli Marteinn segir, að í vefsjánni geti borgarbúar geti slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma. Notendur gætu sent leiðina í gps tæki eða farsíma.