Á 75 kílómetra hraða á ítölskum stálfáki - mbl.is
Í flestum öðrum löndum Vestur-Evrópu, þ.ám. í Færeyjum, er mikil hefð fyrir keppni á götuhjólum og þótt sú frægasta sé Tour de France skipta keppnirnar mörgum hundruðum. Hér á landi er lítil hefð fyrir götuhjólreiðum en hún er hægt og bítandi að festast í sessi.