Göngugötum fjölgar í miðborginni
Bankastrætið verður ásamt hluta Laugavegar og Skólavörðustígs helgað gangandi og hjólandi vegfarendum frá hádegi í dag, 16.júlí, og um helgina vegna veðurblíðu. Laugavegurinn verður göngugata frá gatnamótum við Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti. Einstöku blíðviðri er spáð í höfuðborginni um helgina og vilja borgaryfirvöld og samtökin Miðborgin okkar gefa fólki aukið rými til að njóta þess.