Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.

Flokkur: Íslenskt

Hlutdeild reiðhjóla á götum borgarinnar

Um þessar mundir búa ökumenn bifreiðar sínar undir veturinn og hjólreiðamenn huga að hjólum sínum en spáð er að hlutur reiðhjóla á götum borgarinnar eflist í vetur. Ný talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum sýnir að hlutur reiðhjóla í Austurstræti er 11%, Suðurhlíð 10% og 6% á Bíldshöfða.

Flokkur: Íslenskt

Drögum úr skutli og hvetjum börn til að hjóla

graf5

Sesselja Traustadóttir stjórnaði fjölmennustu hjólalest sem mynduð hefur verið á landinu þegar um 500 skólabörn hjóluðu milli skólanna í Grafarvogi. Tilgangurinn var að hvetja börnin til að hjóla sjálf milli staða og minnka skutl foreldranna.

Flokkur: Íslenskt

Gott fordæmi í samgöngumálum

Borgarstjórinn og bæjarstjórar á Höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í hjóladegi fjölskyldunnar með því að sameinaðist í Nauthólsvík og hjóla þaðan í Ráðhúsið þar sem Tjarnarspretturinn í götuhjólreiðum var í þann mund að hefjast.

Flokkur: Íslenskt

„Við þurfum að breyta samgöngumynstrinu í borginni"

Ný formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur: „Við þurfum að breyta samgöngumynstrinu í borginni, þannig að miklu fleiri fari um á hjólum, gangandi eða með strætó. Þannig bætum við loftið í borginni og drögum úr truflun frá umferð,“ segir Gísli Marteinn um verkefnin framundan og að leggja þurfi áherslu á úrgangsmálin og auka endurvinnslu. „Þá þurfum við að standa dyggan vörð um grænu svæðin í borginni í samvinnu við borgarbúa, svo ég nefni nokkur dæmi. Allt er þetta hluti af Grænum skrefum í Reykjavík, sem stigin verða þétt og örugglega í vetur.“

Flokkur: Íslenskt

Ályktun Umferðarráðs

Fundur Umferðarráðs 10. september 2009 ályktar: 

"Starfsemi grunnskóla er nú komin í fullan gang með tilheyrandi umferð. Sjaldan hafa fleiri börn hafið grunnskólanám hér á landi og því er mikil ástæða til að beina athygli að öryggi þeirra og umhverfi.

Flokkur: Íslenskt

Hjólreiðar í Reykjanesbæ

Eftirfarandi grein hjólreiðamannsins Rúnar Helgason með hugmyndir að bættu aðgengi til hjólreiða í Reykjanesbæ birtist á Visir.is  og vef Víkurfretta, vf.is 

 

Flokkur: Íslenskt

Í langri samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðsÍ langri samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leynast þessar línur sem kannski gefa okkur von um greiðari framtíðarleiðir:

"Unnin verði áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin, með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Í slíkri stefnu verði almenningssamgöngur um allt land stórefldar og fólki auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Almenningssamgöngur verði sjálfsagður hluti samgönguáætlunar. "