Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Nýjar reglur fyrir hjólreiðamenn

TrafficLights

Borgaryfirvöld í Stokkhólmi ræða nú um hvort heimila eigi hjólreiðamönnum að aka á móti rauðu ljósi og gegn umferð í einstefnugötum. Með þessu á að draga úr umferðarteppum og auðvelda 150.000 hjólreiðamönnum borgarinnar að komast á milli staða. Málið er umdeilt því sumir óttast að öryggi hjólreiðamanna sé teflt í hættu en aðrir benda á að flestir geri þetta hvort eð er og brjóti um leið lögin.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólaborgin Reykjavík - Könnun á hjólaleiðum almennings

hjolakonnunTæplega níuhundruð ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. 85% svarenda voru karlar og 15 konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára.

Flokkur: Samgöngumál

Áratugur aðgerða í umferðaröryggismálum : Fjölgun hjólreiðamanna og bætt aðgengi lykill segir ECF

Í gær var haldið upp á upphaf  Áratugs aðgerða í umferðaröryggismálum, e: Decade of Action for Road Safety.  Engin getur verið ósamála því að það þurfi að gera meir til að draga úr mannfórnum í umferðinni.  En eins og svo oft áður, þá eru menn ekki alveg sammála um leiðirnar.  Evrópusamtök hjólreiðamanna, ECF, eru ánægð með margar af áherslunum sem yfirvöld og bílaklúbbar stinga upp á, en benda á að aukning í hjólreiðum sem kemur í stað ferðalaga á bilum sé ein af betri leiðunum til að draga úr hættu í umferðinni. Samtökin RoadPeace of Road Danger Reduction Forum á Bretlandi ganga lengur og benda á hvernig margt af því sem FIA hefur fengið WHO með í að velja sem lausnir, eru hlutir sem ganga ekki upp.

Flokkur: Samgöngumál

Hávaði frá bílum drepur. Hjólreiðar hluti af lausninni

6f9h3vfACc1ehkjx1TP8jQ9-P9BllJkLENW22zB36ScQÞað hefur lengi verið bent á að umferðarhávaði geti verið mjög heilsuspillandi. Nýlega birtist skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar WHO sem bendir til þess að ein milljón líf-ára tapist árlega í Evrópu af völdum umferðarhávaða.

Enn bætist við þá þekkingu sem undirstrikar að hjólreiðar til samgangna séu lausn við margs konar vanda.

Flokkur: Samgöngumál

Edinborg skipuleggur fyrir fólk

edinborgBorgarráð Edinborgar mun að öllum líkindum samþykkja á næstu dögum áætlun um breytingar á miðborginni, gera hana mannvænni og minnka umferð bifreiða. Áætlunin byggir meðal annars á ráðgjöf frá hinum þekktu Gehl Architects sem hafa stuðlað að djörfum breytingum víða, svo sem í stórborgunum Melbourne og New York.

Flokkur: Samgöngumál

Samgöngumiðstöðvar fyrir hjólafólk

bikestationÍ vaxandi mæli eru borgir víða um heim að leitast við að bæta aðstöðu hjólreiðafólks með ýmsum hætti og reyna þannig að stuðla að auknum hjólreiðum. Eitt sem víða vantar er góð aðstaða til að geyma reiðhjól. Hjólageymsluaðstaða við lestarstöðvar og aðrar miðstöðvar almenningssamgangna eru vel þekktar í mörgum evrópulöndum en nú fer þeim einnig fjölgandi í Bandarískum borgum. Í myndbandinu er lýst hvernig aðstaðan nýtist bæði þeim sem nýta sér almenningssamgöngur til að koma sér þangað og hjóla svo á nærliggjandi vinnustað, og líka þeim sem hjóla heiman frá sér, leggja hjólinu þarna og ganga síðan á nærliggjandi vinnustað.

Flokkur: Samgöngumál

Heimsins versta umferðarborgin horfir til reiðhjóla

beijingUmferðin í Peking er þungbærari ökumönnum en í nokkurri annari borg samkvæmt nýlegri alþjóðlegri könnun. Þar er horft til reiðhjólsins til að létta á samgöngukerfinu með því að setja upp almenningshjólakerfi líkt og stórborgir hafa verið að innleiða undanfarin ár með góðum árangri. Önnur úrræði sem þarna eru nefnd eru veggjöld inn á ákveðin svæði í borginni og takmörk á heildarfjölda bifreiða hins opinbera. Í fréttinni er einnig nefnt að Sjanghæ borg takmarkar fjölda þeirra bifreiða sem fá skráningu og hefur gert síðan 1986. 20. nóvember voru t.d. boðin upp 8,500 skráningarleyfi og var meðalverðið um 800.000 kr. (45,291 yuan / $ 6,807)