Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðar eru alvöru valkostur

Frétt á vef Reykjavíkurborgar fjallaði um opnun hjóla- og göngubrúnna yfir Elliðaárósa í Samgönguviku 2013:

Margir komu saman og glöddust þegar nýjar brýr yfir Elliðaárósa voru formlega opnaðar í dag.  Nýja göngu- og hjólaleiðin er mikil samgöngubót, hún er greiðfær, örugg með aðskilda stíga og styttir leiðina milli Grafarvogs og miðborgar um 0,7 km.    Þá er leiðin upplýst með lýsingu í brúarhandriðum og lágum ljósapollum á stíg milli brúnna.  Stígurinn er ásamt öðrum stofnstígum í forgangi þegar kemur að snjóhreinsun og hálkuvörnum í vetur.

Flokkur: Samgöngumál

Göngustígur og brú við Fossaleyni

Búið er að leggja malbikaðan göngu- og hjólastíg frá Egilshöll yfir að Korputorgi. Þá hefur ný brú verið smíðuð yfir Korpu. Þetta auðveldar íbúum Staðahverfis í Grafarvogi að komast gangandi og hjólandi að verslunarmiðstöðinni auk þess sem stígurinn opnar mikla möguleika til útivistar á svæðinu. Stígurinn er upplýstur. Verkefnið var kosið af íbúum í Grafarvogi í hverfiskosningum árið 2012 og kostaði 12 milljónir. Þetta kom fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar 28.  október.

Flokkur: Samgöngumál

Nýr stígur meðfram Gufuneskirkjugarði

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 23. október 2013 er sagt frá nýjum göngu og hjólreiðastíg meðfram Gufuneskirkjugarði.:

Nýr göngu- og hjólastígur meðfram Gufuneskirkjugarði

Malbikun er nú lokið við nýjan göngu- og hjólastíg meðfram Gufuneskirkjugarði við Borgaveg. Frágangur er að mestu eftir en verkinu á að verða lokið að mestu í byrjun nóvember. Verkefnið var kosið af íbúum Grafarvogs í rafrænum íbúakosningum vegna Betri hverfa á þessu ári. Kostnaður við verkefnið er 14 milljónir.

Flokkur: Samgöngumál

Stígur frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar - skipulagslýsing

Flokkur: Samgöngumál

Brú yfir Fossvog góð samgöngubót

Ný brú yfir Fossvog yrði góð samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Aðeins tæki fimm mínútur að ganga yfir brúna en núna leggja vegfarendur lykkju á leið sína fyrir Fossvoginn en umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um botn Fossvogs er um 500 til 1000 á dag og fer vaxandi.

Flokkur: Samgöngumál

Reiðhjól í Reykjavík á grænu ljósi

Á hinni nýju hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám verða sérstök umferðarljós fyrir hjólreiðafólk á sex stöðum.  Í fyrramálið kl. 10:00, miðvikudaginn 27. febrúar, verða ljósin yfir Sæbraut við Súðarvog gangsett.  Á þeim stað hefur verið komið fyrir skynjurum sem kalla eftir þörfum á græna ljósið fyrir hjólreiðafólk sem er á leið þvert yfir Sæbrautina.   

Flokkur: Samgöngumál

Ný stígatenging milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar

Þegar svartasta skammdegið hörfaði birtist nýmalbikaður og upplýstur stígur frá Setbergshverfi í Hafnarfirði inn í Kauptún í Garðabæ. Stígurinn tengist stíg þvert yfir Garðahraun að Flatahverfi. Þarna er því orðinn til 2,3 km samfelldur kafli sem fer einungis yfir eina götu við mislæg gatnamót við Urriðaholt. Landslag hefur unnið að stígaskipulagi í Garðabæ og tekur nú þátt í að undirbúa næstu áfanga.