Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Skýrsla um sjálfbæra þróun í samgöngum

SkyrslaHarpaHildigunnurÚt er kominn skýrsla sem heitir Skipulag á höfuðborgarsvæðinu - sjálfbær þróun í samgöngum - áfangaskýrsla október 2010 (pdf 4,8 mb), eftir arkítektana Hörpu Stefánsdóttur og Hildigunni Haraldsdóttur. Hún fjallar um samgöngur hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda en er hluti af stærra verkefni sem þær vinna að.

Harpa er nú í doktorsnámi í Noregi og vinnur að rannsókn á hjólreiðaumhverfi.

 

 

Flokkur: Samgöngumál

Lýðheilsan batnar í grænni Reykjavík

myndum-borgRæðumenn á málþinginu Myndum borg voru sammála um að berjast fyrir grænni borg til að bæta  lýðheilsu borgarbúa og gera borgina skemmtilegri. „Samgöngurnar eru sóknarfæri Reykvíkinga í grænu málunum, lýðheilsa eykst og umhverfið batnar,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar hann setti málþingið á Samgönguviku og að Reykjavíkurborg yrði áfram í fararbroddi umhverfismála á Íslandi.

Flokkur: Samgöngumál

Þingmenn á fundahjóli

fundahjólÞessi mynd var tekin á evrópsku Samgönguvikunni þar sem nokkrir þingmenn á þingi Evrópusambandsins hjóluðu um á þessu skemmtilega fundahjóli.

Einn þingmaðurinn lét þau orð falla að það þyrfti að gera ráð fyrir hjólaleiðum í fjárveitingum til samgöngumála innan Evrópusambandsins samkvæmt þessari frétt.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólahraðbrautir í London

bcsh-logo2Það er mikill metnaður stjórnvalda í London að hvetja til hjólreiða með ýmsum hætti og ein mikilvæg leið er að bæta aðstæður og aðbúnað hjólreiðafólks. Það er fátt jafn hvetjandi og vel hönnuð hjólabraut sem bíður upp á öruggar, greiðar og skilvirkar leiðir. Þar í borg eru áform um fjölda hjólahraðbrauta eða eins og þau kalla þær Cycle Superhighways og hafa tvær slíkar þegar verið vígðar.

Flokkur: Samgöngumál

Almennings-hjólaleiga í London

albertembankmentfullsize2_thumb1Eftir viku verður vígð almennings-hjólaleiga í London. Það byggir á sömu hugmyndafræði og hefur reynst svo vel í nokkrum öðrum stórborgum eftir að Paris ruddi brautina með sínu Velib kerfi. Hér er skemmtilegt myndbandi sem sýnir hversu auðvelt þetta er í notkun hvort sem fólk er búið að kaupa sér aðgangskort eða notar sín greiðslukort.

Flokkur: Samgöngumál

Öruggari flutningabílar

pic_15857_s1Í Danmörku hefur ný gerð flutningabíla verið í notkun í eitt ár. Bílarnir eru taldir draga úr líkum á svokölluðum hægribeygjuóhöppum en í þeim aka menn, sérstaklega ökumenn stórra bíla, til hægri í veg fyrir hjólreiðamann.

Flokkur: Samgöngumál

30 KÍLÓMETRAR AF HJÓLASTÍGUM Á NÆSTU 3 ÁRUM Í REYKJAVÍK

reykjavik_2013Umhverfis- og samgönguráð samþykkti í dag, 25. maí, drög að aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára 2011-2014 um hjólaleiðir í borginni. Þar kemur fram að tíu kílómetrum verður árlega bætt við núverandi hjólaleiðir í Reykjavík, að hraðbraut fyrir hjól verði lögð milli Laugardals og miðborgar og brú gerð fyrir hjólandi og gangandi yfir Elliðaárósa yfir í Grafarvog.á

Sjá nánar:
http://www.reykjavik.is/DesktopDefault.aspx/tabid-757/521_read-21732/

Flokkur: Samgöngumál

Kaupmannahafnarborg spyr hjólreiðamenn

Kaupmannahafnarborg hefur nú sett upp heimasíðu til að hjólreiðamenn geti sent vísbendingar um það sem gæti eyðilagt goðan hjólreiðatúr.

Københavns kommune spørger cyklisterne

Københavns Kommune har lavet en hjemmeside, hvor københavnere kan give kommunen et praj om småting, der dagligt kan spolere en i øvrigt god cykeltur.