Flokkur: Fréttir LHM

Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 2012

lhmmerkitext1Aðalfundur LHM verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal A í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburði á svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur eru nú aðildarfélög að LHM.

Flokkur: Fréttir LHM

Opinn stjórnarfundur hjá LHM

lhmmerkitext1Fundur er boðaður í stjórn LHM.

Hann er haldinn í A sal í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Reykjavík, kl. 16:00 miðvikudaginn 18. janúar.

Fundurinn verður opin öllum. Þeir sem vilja starfa með LHM eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Flokkur: Fréttir LHM

Laugardagsferðir vorið 2012

HvolsvollurNú eftir áramót verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og félagið Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Flokkur: Fréttir LHM

Slysið á Dalvegi

lhmmerkitext1Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi miðvikudaginn 19. október s.l. Hugur félagsmanna og allra þeirra sem hjóla er með hinum slasaða og aðstandendum hans.

Flokkur: Fréttir LHM

Laugardagsferðir LHM í vetur

Hvolsvollur

Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og félagið Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólasamgöngur í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær kynnir annað kvöld skýrslu starfshóps um hjólreiðamál í bænum. Skýrslan er merkilega hreinskilin og segir hreint út:  „ekki er til neitt heildstætt hjólasamgöngukerfi í bænum“. Og framtíðarsýnin er skýr: „Að Hafnarfjörður verði hjólabær“.