Óskað eftir upplýsingum um snjóruðning
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir upplýsingum frá hjólandi um snjóruðning á höfuðborgarsvæðinu á umræðuvef Fjallahjólaklúbbsins:
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir upplýsingum frá hjólandi um snjóruðning á höfuðborgarsvæðinu á umræðuvef Fjallahjólaklúbbsins:
Fundur er boðaður í stjórn LHM.
Hann er haldinn í A sal í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Reykjavík, kl. 16:00 miðvikudaginn 18. janúar.
Fundurinn verður opin öllum. Þeir sem vilja starfa með LHM eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Nú eftir áramót verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og félagið Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi miðvikudaginn 19. október s.l. Hugur félagsmanna og allra þeirra sem hjóla er með hinum slasaða og aðstandendum hans.
Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og félagið Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Hafnarfjarðarbær kynnir annað kvöld skýrslu starfshóps um hjólreiðamál í bænum. Skýrslan er merkilega hreinskilin og segir hreint út: „ekki er til neitt heildstætt hjólasamgöngukerfi í bænum“. Og framtíðarsýnin er skýr: „Að Hafnarfjörður verði hjólabær“.
Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna. Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður.
Eins og margir vita er hægt að safna peningum fyrir félög að eigin vali þegar maður tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Í ár verður hægt að safna peningum fyrir LHM, þótt við komum seint inn.