Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Fólk

Fyrsta hnattreisan á reiðhjóli farin fyrir 124 árum

thomas-stevens-penny-farthing-attack1Breski hjólreiðamaðurinn Thomas Stevens varð fyrstur til að hjóla hringinn í kringum hnöttinn fyrir 124 árum.

Hjólatúrinn langa hóf hann frá San Francisco að morgni 22. apríl 1884 á svörtu 50 tommu Columbia-reiðhjóli, með sokka, spariskyrtu, regnstakk, sem einnig dugði sem tjald, svefnpoka og skammbyssu í stýristöskunni. Þaðan hjólaði hann í austurátt og var hvarvetna fagnað af hjólaklúbbum, en til Boston kom hann 4. ágúst 1884 og lauk þar með fyrsta hjólatúr sögunnar þvert yfir meginland Norður-Ameríku.

Flokkur: Fólk

Maður ársins gerir New York hjólavænni

janette-sadik-khanJanette Sadik-Khan var valin maður ársins í New York af NY1. Hún stýrir samgöngumálum í borginni og þykir hafa náð miklum árangri með lykilbreytingum sem hafa jafnað aðbúnað gangandi, hjólandi og akandi til hins betra. Markmiðið er að bæta lífsgæðin í borginni og auka umferðaröryggi hvort sem fólk velur að ganga, hjóla eða aka. Til dæmis var komið fyrir 75 km af hjólareinum.

Flokkur: Fólk

Ekkert mál að kaupa jólatré á hjólinu

hjolatreÞegar reiðhjól eru annars vegar mikla sumir allt fyrir sér en ekki þessi danska kona sem sótti sér þetta líka fína jólatré á hjólinu. Þessa sögu og fleiri má lesa á copenhagenize.com blogginu sem er endalaus uppspretta skemmtilegra frétta, fallegra hjólamynda upplýsandi umræðu.

Flokkur: Fólk

Er eiginlega varadekk

101215frettabladid-kari-svan-rafnsson---Einhjól eru ekki algeng sjón í umferðinni, en glöggir vegfarendur hafa þó tekið eftir ungum manni á slíku farartæki í miðbænum undanfarna mánuði. Hann heitir Kári Svan Rafnsson, er húsprestur í Höfða og segist ekki muna hvernig áhugi hans á einhjólinu hafi vaknað. "Ég sá þetta hjól í Skeifunni fyrir sirka fjórum árum og hreifst svo af því að ég keypti það enda var það frekar ódýrt, kostaði ekki nema tólf þúsund krónur," segir Kári. "Þessi hjól fást hérna í hjólabúðum en það eru oft frekar lélegar útgáfur. Ég er búinn að láta uppfæra mitt hjól þannig að ég er í góðum málum með það."

Flokkur: Fólk

Praktísk leið til að komast á milli staða

frettabladid-bergthor-albertBergþór Pálsson og Albert Eiríksson fara allra sinna ferða á reiðhjólum. Í Fréttablaðinu 21/12 2010 birtist þetta viðtal við þá:

Bergþór Pálsson söngvari og sambýlismaður hans, Albert Eiríksson, nota reiðhjól allan ársins hring til að komast á milli staða.

Flokkur: Fólk

Ótrúlegar hjólakúnstir

gopro1Hér eru nokkur myndbönd af ótrúlegum hjólakúnstum og flottri myndatöku með einstökum sjónarhornum. Það er mikið lagt í þetta enda er öðrum þræði verið að kynna myndavélina sjálfa.

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum