Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Fólk

Hjólar alla daga og lætur veðrið ekki trufla sig

mbl-120112„Ég hef hjólað í vinnuna í 43 ár, ég byrjaði á því erlendis og þetta er eiginlega bara svona minn lífsstíll að hjóla í vinnuna og sem mest hérna á mínu svæði,“ segir Birgir Guðjónsson læknir sem hjólar hér á götum borgarinnar í gær. Hann lætur veðrið ekki trufla sig að neinu ráði og hvetur fólk til þess að hjóla í vinnuna. Hann segir daglegar hjólreiðar, til og frá vinnu, vera langsniðugustu líkamshreyfingu sem fólk geti stundað.

Flokkur: Fólk

Hjólar til að losna við hausverk

OmarSmariHjolari„Ég starfa sem teiknari og er því kyrrsetumaður. Það er engum hollt að lifa þannig og ég var orðinn hausverkjasjúklingur. Þótt ég hafi átt að vita það sjálfur þurfti lækni til að segja mér að fara að hreyfa mig. Því byrjaði ég að fara í fjallgöngur. Fyrir tveimur árum fékk ég lánað hjól hjá frænda mínum og þá fékk ég hjólabakteríuna,“ segir Ómar Smári Kristjánsson sem gefið hefur út Hjólabókina svokölluðu. Eftir að hann byrjaði að hreyfa sig segir hann hausverkina nánast vera horfna. „Ég er orðinn miklu heilsuhraustari en ég var. Þótt maður noti klukkutíma á dag í heilsurækt verður manni meira úr verki þegar maður heldur heilsu. Fyrir utan hvað það er miklu skemmtilegra að lifa þegar maður er í lagi.“

Flokkur: Fólk

Furðulegt háttalag fjölskyldu

hjolafjolskylda_nbl_4_tbl_2011Eftir að hafa verið í bílabransanum í 15 ár samfleytt fengum við hjónin nóg og seldum bílinn okkar á vordögum. Forsaga málsins er sú að við höfum verið frekar óheppin í bílamálum í gegnum tíðina. Þó keyrði um þverbak þegar við keyptum bíl sem á hvíldu eftirstöðvar bílaláns en þessi fjárfesting kostaði óteljandi grátköst hjá undirritaðri og almennt álag í hjónabandinu. Vert er að taka fram að þetta var fyrir tíð stökkbreyttra gengistryggðra okurkúlulána.

Flokkur: Fólk

Úlpan í bílskúrnum

Úrsúla JünemannÉg var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið?

Flokkur: Fólk

Hjólar danskur í vinnuna

 

  • Eldsneyti fyrir 1.500-2.000 kr. á viku
  • Gott að geta kúplað sig út á heimleið

Fyrir tæplega fjórum mánuðum losuðu Pétur Ívarsson og eiginkona hans sig við Pajero-jeppann og Mözduna, keyptu nýjan Volkswagen Passat- metanbíl og ákváðu að héðan í frá myndu þau ekki nota bíl til að komast til og frá vinnu. Tilraunin hefur gefist vel og Pétri reiknast til að vikulegur eldsneytiskostnaður fjölskyldunnar sé nú á bilinu 1.500 -2.000 krónur.

 

Flokkur: Fólk

Syngjandi glaður með Ísland og íslendinga

David HuttonDaniel Hutton vakti athygli í sumar þegar hann hjólaði hringinn í kringum Ísland og safnaði fé til góðgerðarmála. Hann er frá Harrogate í Englandi og hefur stundað söng í yfir 27 ár eða frá átta ára aldri. Hann bauðst til að syngja fyrir gistingu eða mat á ferð sinni og gekk það vonum framar. Í nýjasta tölublaði Grapewine skrifar hann um reynslu sína og greinilegt er að hann hefur náð að heilla íslendinga. Aðeins einu sinni bankaði hann uppá hjá ókunnugum, eftir það greip íslenska tengslanetið hann upp á arma sína.
Flokkur: Fólk

Góða veðrið hopar í næstu viku

Hjólað upp LaugaveginnÞessi unga kona þurfti ekki að vera í kuldaúlpu þar sem hún hjólaði upp Laugaveginn á dögunum í hlýrri rigningunni. En næst þegar hún bregður sér á hjólafákinn gæti hún þurft loðhúfu og vettlinga, því nú lítur út fyrir að hlýindakaflinn sé á enda. Suðlægar áttir og milt veður verður á morgun, en síðan kólnar smám saman. Frá og með fimmtudegi má búast við norðlægri átt með ofankomu fyrir norðan og fremur köldu veðri.

Flokkur: Fólk

Á reiðhjól með herrasniði

gbl_1ss3Svandís Svavarsdóttir telur almenningssamgöngur og hjólreiðar vera góða fjárfestingu fyrir hið opinbera:

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra settist niður með blaðamanni Grænablaðsins og svaraði nokkrum spurningum tengdum hjólreiðum, Svansvottun og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum