Miðnæturhlaup - sjálfboðaliðar óskast

Landssamtök hjólreiðamanna munu sem lið í fjáröflun hjóla á undan og eftir hlaupum í Miðnæturhlaupinu, sem verður fimmtudaginn 20. júní kl. 21 í Laugardal.

Hlaupari

Við erum að leita að 6-8 sjálfboðaliðum til að vera undanfarar og eftirfarar í 21 km (2 undanfarar, 2 eftirfarar), 10 km (1 undanfari, 1 eftirfari) og 5 km (1 undanfari, 1 eftirfari) hlaupum. Það er mjög skemmtilegt og gefandi að vera með og upplifa stemninguna í hlaupinu auk þess sem fjáröflunin er mikilvæg fyrir starf LHM.

Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Árna í gsm. 862 9247 eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á messenger: arni.davidsson.

Nánari upplýsingar um hlaupið eru hér Miðnæturhlaup

Gert er ráð fyrir að hjólarar mæti kl. 20:30 við Laugardalshöll.

Þeir sem taka þátt þurfa að kynna sér hlaupaleiðina og hlaupið og verður það kynnt nánar sjálfboðaliðum.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.