Myndir frá Akureyri + Bakslag í Skálafelli

Fjallabrun  í Hlíðarfjalli AkureyriÁ hjolandi.is eru komnar myndir frá Íslandsmeistaramótinu í fjallabruni 28. ágúst í Hlíðarfjalli Akureyri. En á síðu Skálafell Bike Park eru fréttir af bakslagi með lyftuna í Skálafelli:

Því miður höfum við orðið fyrir svolitlu bakslagi með lyftuna í Skálafelli. Eins og staðan er í dag hafa skíðasvæðin tekið þá ákvörðun að keyra stólalyftuna ekki lengur fyrir reiðhjól.

Ástæðan er sú að hraðastilli vantar á lyftubúnaðinn. Til þess að hægt er að hengja hjólin á stólana hefur þurft að stoppa búnaðinn í hvert skipti. Það hefur verið metið þannig að þessháttar keyrsla muni skemma mótorinn.

Það mundi að sjálfsögðu þýða það að hvorki væri hægt að ferja hjóla- né skíðafólk upp fjallið.
Það er því miður ekki til fjármagn til þess að útvega nýjan mótor (með hraðastilli) sem mundi henta okkur, sem þýðir að lyftan verður ekki keyrð ...framar fyrir reiðhjól fyrr en lausn finnst á þessu. Við hvetjum alla til þess að hafa samband við borgar- eða bæjarfulltrúa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og hvetja þá til að samþykkja fjárveitingu í þetta verkefni. Það er hægt að skrifa, hringja eða senda tölvupósta. Því fleiri raddir sem heyrast því líklegra er að hægt sé að hafa áhrif. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að leita leiða til að geta notað stólalyftuna og munum setja inn fréttir á fésbókina þegar þær berast."

.

Sjá nánar Skálafell, vef HFR og hjolandi.net