LHM fagnar fyrirhuguðum breytingum á Suðurgötu

100_8739wLandssamtök hjólreiðamanna fagna fyrirhuguðum breytingum á Suðurgötu og auknu vægi sem hjólreiðum er gefið sem ferðamáta með lagningu hjólareinar um götuna. Svona lausnir eru meðal stefnumála Landssamtakanna en um þau má lesa á vef LHM lhm.is/stefnumal.

Vel staðsettar hjólareinar eins og þarna í Suðurgötu geta hentað víða og hvetja almenning til aukinna hjólreiða.

Einnig lýsa samtökin yfir ánægju með tilraunaverkefnið með hjólarein upp Hverfisgötuna og hjólavísa niðureftir og bendum á þörfina fyrir hjólarein framhjá Hlemmi í framhaldinu.

Önnur stefnumál, sem eru efst á lista LHM, eru hjólabrautir meðfram helstu umferðaræðum milli sveitarfélaga og hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Einnig að hjólreiðafólki verði boðnar greiðar leiðir yfir gatnamót, en krókóttar leiðir og tvískipt ljós henta ekki hjólandi umferð. Ennfremur þarf að lagfæra stýribúnað við umferðarstýrð ljós, sem víða skynja illa eða ekki hjólandi umferð.

Fyrir hönd Stjórnar Landssamtaka hjólreiðamanna,
Árni Davíðsson formaður

Fréttatilkynning frá Landssamtökum hjólreiðamanna send 3. september 2010

Sjá frétt um fyrirhugaðar breitingar á Suðurgötu

Innakstur bannaður nema reiðhjólum

nemahjolandi

nemahjolandi-sudurgata