Kynning í klúbbhúsi ÍFHK á "hjólreiðastíg" á Hverfisgötu

Fimmtudagskvöld þann 19. ágúst mun Hans Heiðar Tryggvason arkítekt, verkefnisstjóri hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar, kynna tímabundinn hjólreiðastíg á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða. „Markmið tilraunarinnar er að vekja athygli á Hverfisgötu, möguleikum hennar og sérstöðu og gera hjólreiðar að fullgildum samgöngumáta á þessari leið“ segir Hans. 35 gjaldskyld bílastæði á Hverfisgötu verða helguð hjólreiðum í þessari tilraun. Tilraunin stendur frá föstudeginum 20. ágúst og út septembermánuð.

Framkvæmdin felst í því að bílastæðin sunnanmegin í götunni verða fjarlægð og máluð "hjólarein" upp Hverfisgötuna í austurátt en niður Hverfisgötuna í vesturátt verða málaðar hjólavísa merkingar á akreinina.

Kynningin hefst kl. 21 fimmtudaginn 19. ágúst í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins á Brekkustíg 2. Daginn eftir er fyrirhugað að opna fyrir umferð um Hverfisgötuna.

Landssamtök hjólreiðamanna buðu Reykjavíkurborg að kynna framkvæmdina fyrir hjólreiðamönnum og eru þeir hvattir til að mæta.

Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna

Sjá líka frétt á vef Landssamtakanna

samsett mynd

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.