Aðalfundur 2013

Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustig 2. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburðiá svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólamenn og Hjólafærni eru nú aðildarfélög að LHM. Fjórir einstaklingar hafa sótt um einstaklingsaðild, Árni Davíðsson, Fjölnir Björgvinsson, Morten Lange og Sesselja Traustadóttir. Hægt er að sækja um aðild fram að aðalfundi og á aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins.

Dagskrá fundarins er eins og hér segir:
1.    Kjör fundarstjóra og fundarritara
2.    Ársskýrsla stjórnar
3.    Skýrslur nefnda
4.    Umræður um skýrslur
5.    Reikningar bornir upp
6.    Tillögur aðildarfélaga (og inntaka nýrra félaga).
7.    Umræður um tillögur aðildarfélaga
8.    Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra
9.    Kjör formanns
10.    Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda

2-3 meðstjórnendur kosnir til tveggja ára.
1-2 varastjórnarmenn kosnir til eins árs.
skoðunarmaður reikninga og einn til vara
starfsnefndir

11.    Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram
12.    Önnur mál
13.    Fundargerð lesin og samþykkt

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna