Flokkur: Fréttir LHM

Þema í hjólaferðum í apríl 2018

Nú fer að líða að lokum hjólaferða LHM og Hjólafærni í vetur. Farið er frá Hlemmi á laugardögum kl. 10:15 en mæting er frá kl. 10. Nánar er sagt frá ferðunum hér. Ferðirnar í apríl verða með þema í hverri ferð og er dagskrá þeirra eftirfarandi:

Flokkur: Fréttir LHM

Ný stjórn LHM

Á aðalfundi LHM sem haldinn var þann 27. febrúar urðu nokkur mannaskipti í stjórn samtakanna. Ásbjörn Ólafsson sem hefur verið formaðu LHM s.l. þrjú ár frá aðalfundi 2015 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. 

Flokkur: Fréttir LHM

Opinn fundur um breytingar á umferðarlögum

Fyrirhugað er að frumvarp að nýjum umferðarlögum verði lagt fram á Alþingi á árinu. LHM mun senda umsögn um þau og gera athugasemdir líkt og undanfarin ár. Við viljum heyra skoðanir hjólandi á lögunum og ræða þetta óformlega á opnum fundi þriðjudaginn 30. janúar. Allir velkomnir.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólaferðir veturinn 2017 til 2018

Í vetur verða farnar hjólreiðaferðir á laugardagsmorgnum eins og fyrri vetur. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Flestar ferðirnar verða farnar frá Hlemmi en ætlunin er að breyta til og hjóla frá nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar einn laugardag í hverjum mánuði.
Flokkur: Fréttir LHM

Verkefnið "Reiðhjól talin við skóla" að ljúka

 

Í vetur stóð Landssamtök hjólreiðamanna fyrir verkefni þar sem sjálfboðaliðar töldu reiðhjól við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Af því tilefni óskuðu samtökin eftir þátttöku almennings í verkefninu og tóku margir þátt um allt land. Nú er verkefninu að ljúka á næstu vikum en tekið verður við niðurstöðum allt þar til skólahaldi lýkur núna í sumar.