Þema í hjólaferðum í apríl 2018

Nú fer að líða að lokum hjólaferða LHM og Hjólafærni í vetur. Farið er frá Hlemmi á laugardögum kl. 10:15 en mæting er frá kl. 10. Nánar er sagt frá ferðunum hér. Ferðirnar í apríl verða með þema í hverri ferð og er dagskrá þeirra eftirfarandi:

7. apríl Umferðarlagafrumvarpið.

Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug og voru ný frumvarpsdrög í umsagnarferli nýlega. Í ferðinni 7. apríl ætlum við að taka léttan snúning á frumvarpinu og hjóla eftir ákvæðum frumvarpsdraganna og skoða hvernig þau reynast hjólandi.

14. apríl Bílastæðahús.
Oft er kvartað yfir skorti á bílastæðum í miðborginni. Laugardaginn 14. apríl  ætlum við að skoða þennan skort í bílastæðahúsum borgarinnar og einnig að skoða hvernig búið er að okkar kæru reiðskjótum, hjólhestunum.
 
21. apríl Þrengdar norður suður götur í Reykjavík.
Mikið hefur verið rætt og ritað um þrengingu Grensásvegar. Grensásvegur er ein af þeim götum i norður-suður stefnu í Reykjavík sem hafa verið þrengdar undanfarna tvo áratugi, í því skyni að auka umferðaröryggi fyrir börn og aðra íbúa í hverfunum. Laugardaginn 21. apríl ætlum við að skoða þessar götur sem hafa verið þrengdar og pæla í þeim lausnum sem hafa verið hannaðar til að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi. Hvernig reynast þessar lausnir fyrir mismunandi samgöngumáta?
 
28. apríl Óvissuferð.
Í síðustu laugardagsferð vetrarins 28. apríl ætlum við að hjóla út í óvissuna og sjá hvað bíður okkar við enda regnbogans.
 
Við bjóðum alla velkomna í ferðirnar.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.