Flokkur: Pistlar

Hjólað í betri borg

Eitt af undrum veraldar, nánast jafn hreint og tært og vatnið og er til á flestum íslenskum heimilum, er hið dásamlega tæki Reiðhjól. Flest erum við alin upp við ágætt aðgengi að hjólinu frá 6 - 7 ára aldri. Sumir jafnvel fyrr. Og frá því snemma á vorin og fram eftir sumri voru hjólin einhvers staðar saman úti á túni á meðan við krakkarnir lékum löggu og bófa og fórum ekki heim fyrr en heyrðist í fyrstu mömmunni á svölunum hrópa: "MATUR!" Þá voru hjólin gripin og húrrast heim og bílarnir stoppuðu og við leiddum hjólin yfir og mörg þeirra sváfu úti yfir nóttina.

Algengt var að hjólin væru í sæmilegu standi fram eftir sumri en svo sprakk einn daginn. Þá voru pabbarnir í vinnunni og mömmurnar bráðum líka og það var eiginlega bara hætt að hjóla í staðinn fyrir að fá hjálp við að gera við dekkið. Mennirnir á planinu á BP áttu ventil en þeir voru ekkert að hjálpa til við sprungið dekk. Synd. Þeir hefðu átt að vera orðnir vinir hjólabarnanna fyrir langa löngu og vera manna flinkastir við að bæta slöngur og taka um leið í bremsurnar og sjá hvort þær væru í lagi. Þá hefðu hjólin sjálfsagt ekki endað svona snemmsumars aftur í hjólageymslunni.      

Meira
Flokkur: Pistlar

Hjólafærni - Hvert stefnum við?

Hjólafærni – hvað er nú það?

Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.
Við miðum við þrjú þrep í Hjólafærni:
1. Að læra að stjórna hjólinu.
2. Eldri en 9 ára geta nýtt sér markvissa kennslu á hjól og umferðina..
3. Frá 15 ára aldri: að hjóla af öryggi við flestar aðstæður sem umferðin býður upp á.

Meira
Flokkur: Pistlar

Hjólreiðar: Áhrif á heilsufar

Er ekki mjög hollt að hjóla? Jú, um það eru flestir sammála. En hversu hollt? Er ekki líka hættulegt að hjóla, óvarinn eins og maður er, ólíkt fólki inni í bílum umlukið velprófuðum bílskeljum, auk líknarbelgja og bílbelta?

Það er ástæða til að athuga þessi mál nánar. Hér verður ekki sagt frá neinum endanlegum sannleika, en vitnað í rannsóknir sem benda sterklega til þess að hjólreiðar eru mun hollari en margan grunar og hættan í umferðinni er mun minni en talið var.
{jathumbnail off}

Meira