Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Útbúnaður

Ný hjólaþrautabraut í Öskjuhlíð

David Robertsson,Jóhannes Bjarnason, Kári Halldórsson og Óskar Ómarsson19.09.2012. Í dag klukkan þrjú verður ný hjólaþrautabraut opnuð í Öskjuhlíð. Um er að ræða ,,pumpu-braut“ (,,Pump Track“) sem farin er með sérstakri tækni og notuð til þjálfunar og leikja. Félagar í hjólreiðafélaginu Tindi eiga heiðurinn af lagningu brautarinnar og hafa unnið hana í samvinnu við Reykjavíkurborg sem leggur til svæðið. Opnun brautarinnar liður í dagskrá Samgönguviku sem nú stendur yfir. Brautin er staðsett við Nauthólsveg norðan við Háskólann í Reykjavík.

Flokkur: Útbúnaður

Hjólastæðum fjölgað við MK

Hjólagrindur við MKÁnæguleg frétt af vef Menntaskólans í Kópavogi:

Nú, þegar nemendur og kennarar njóta flestir sumarfrísins og liggja sjálfsagt margir sólbrenndir við ókunna strönd, er enn nokkur starfsemi í gangi í MK. Undirbúningur fyrir haustið er þegar hafinn og má sem dæmi nefna að settar hafa verið upp hjólagrindur umhverfis skólann. Þessi breyting er í anda hugmyndarinnar um að MK sé heilsuskóli og ætti að auka öryggistilfinningu og ánægju allra þeirra sem kjósa hjólreiðar fram yfir bílinn.

Flokkur: Útbúnaður

Grasagarður á hjólinu

p1030781Ef þið viljið stíga græna skrefið alla leið er hér frumleg hugmynd að grasagarði á hjólið. Loksins eru líka not fyrir gömlu hálfónýtu sokkana sem stundum safnast upp hjá fólki.

Lesið bloggfærslur hennar Meghan þar sem hún fer yfir reynslu sína: 2010 bloggaði hún um grænu hjólabyltinguna og 2011 um hjóla-sokkagarðinn. Kannski hentar tempraða veðrið á Íslandi vel til að rækta sinn garð á hjólinu.

Flokkur: Útbúnaður

Virkjum orku krakkanna

De-Cafe-Racer-Kids-Pedal-Bus-1-537x3021Hollendingar eru duglegir að nýta reiðhjól til að komast á milli staða en stundum þarf að fara með heilan hóp af krökkum milli skóla og frístundaheimilis og hvað er þá til ráða. Í Hollandi eru nú 25 skólahjólarútur notaðar í einmitt þessum tilgangi. Átta krakkar á aldrinum 4-12 ára drífa farartækið áfram ásamt fullorðnum rútustjóra og pláss er fyrir þrjá farþega til viðbótar.
Flokkur: Útbúnaður

Sjálfsali fyrir hjólaviðgerðir

kiosk_only_whiteBike Fixtation framleiða þessa hjóla-viðgerða-sjálfsala. Sjálfsalinn geymir algenga varahluti, hjólinu er komið fyrir í standinum sem inniheldur helstu verkfæri og svo er auðvelt að stilla þýstinginn í dekkjunum með rafmagnspumpunni.

Gæti ekki verið gott að hafa aðgang að svona græjum t.d. á Hlemm og slíkum stöðum?

Flokkur: Útbúnaður

Hnakkar sem hlífa körlum

1adamoHér sjást fimm hnakkar sem hjálpa karlmönnum að viðhalda karlmennskunni. Vert er að minnast á að þessi meinti vandi er stórlega ýktur, nema e.t.v. meðal keppnismanna sem sitja á reiðhjólinu framlútir klukkustundum saman dag eftir dag og ansa ekki skilaboðum frá likamanum.  Þetta kemur líka fram í skilaboðunum fyrir neðan greininni. Hjá flerstum auka hjólreiðar blóðflæðið og efla frekar en minnka kyngetuna.

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum