Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Útbúnaður

Flottar töskur á hjólið

042091Það er mikið úrval af vönduðum flottum hjólatöskum í boði undir vörumerkinu Fastrider. Þær eru framleiddar af hollensku fyrirtæki sem er leiðandi á hjólatöskumarkaðnum í Hollandi.

Flokkur: Útbúnaður

Staurum breytt í hjólastæði

p21Cyclehoops er einföld og góð hjólastæðalausn. Þessa hjólahringi er hægt að setja á staura sem þegar eru til staðar s.s. ljósastaura, skilti og stöðumæla og breyta þeim þar með í góð hjólastæði. Það fer lítið fyrir þeim og þeir sýna að hjólið er velkomið á svæðið. Það er mikilvægt að geta læst hjólinu tryggilega við eitthvað sem er nægilega traust. Þó Reykjavíkurborg sé með frábær stæði víða um borgina þá mætti dreifa stæðunum betur með hjólastæðalausn á við þessa.

Flokkur: Útbúnaður

Hjólatré - örugg skemmtileg hjólastæði

HjólatréVæri ekki flott að planta nokkrum hjólatrjám í Reykjavík? Þetta eru sjálfvirkar hjólageymslur sem geyma hjólin með öruggum hætti svo enginn ætti að vera hræddur við að skilja hjólið sitt eftir yfir nótt. Ef nokkur svona hjólatré væru t.d. við Lækjartorg og Hlemm væri auðvelt fyrir þá sem búa langt frá miðbænum að taka strætó þangað, sækja hjólið sitt í hjólatré og hjóla síðasta spottann.

 

Flokkur: Útbúnaður

iPhone stjórnstöð á hjólið?

bike20europe20apple20bike202341Í umsókn um einkaleyfi sést að Apple er að spá í að bjóða upp á tæki með víðtækari möguleika en þau tæki sem í boði eru í dag. Meðal annars er skráður hraði, vegalengdir, tímar, hæð vega, hækkun og lækkun leiðarinnar, hjartslátt, orkunotkun/bruna, gíranotkun og fl.

Flokkur: Útbúnaður

Vefur sem einfaldar skipulagningu hjólaferðalaga

bikemap.netÞað eru ýmsar leiðir til að skipuleggja hjólaferðalagið. Vefurinn www.bikemap.net er bráðskemmtilegur vefur sem einfaldar hjólreiðafólki að skipuleggja ferðalagið, finna hjólaleiðir og reikna út vegalengdir. Vefurinn byggir á Google maps og er mjög þægilegur í notkun. Hægt er að teikna sínar eigin leiðir inn á kort og deila með öðrum til dæmis á Facebook.{jathumbnail off}

 

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum