Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Útbúnaður

Vantar hjálparmótor á hjólið?

bionx_motor_battery_charger_console_21Margir eru spenntir fyrir reiðhjólum með hjálparmótor en það er einnig möguleiki að setja slíkt á gamla hjólið með kitti eins og þessu. Batteríinu er kippt af hjólinu, tekið inn og sett í hleðslu svo það þarf enga sérstaka aðstöðu með rafmagnstengli til að nýta sér þennan búnað.

Flokkur: Útbúnaður

Gerum hjólin klár fyrir veturinn

vinter_477562cNú nálgast veturinn og kominn tími til að gera hjólið klárt. Við mælum eindregið með nagladekkjum undir hjólin á höfuðborgarsvæðinu þar sem oft er hálka á stígunum. Og kannski er tími á að endurnýja ljósabúnaðinn á hjólinu með nýju öflugu ljósi? Hér eru nokkur ráð í Politiken um hvernig dönum er ráðlagt að gera hjólin klár fyrir veturinn.

Flokkur: Útbúnaður

Google myndar hjólaleiðir

Google Street View hjóliðMargir þekkja Google Street View, þar sem hægt er að skoða götur í borgum í þrívídd rétt eins og maður væri staddur þar. Nú er verið að útvíkka verkefnið í hinni hjólavænu Kaupmannahöfn með því að mynda hjólaleiðir með sérsmíðuðu Google Street View hjóli. Nú þegar er búið að kortleggja og mynda 300 kílómetra af hjólabrautum, stígum í gegnum garða og göngugötur. Það er stefnt að því að hjóla ekki færri en 3000 km. á þessu 150 kg. hjóli svo það verður spennandi að geta ferðast eftir fleiri leiðum er akbrautum í þessum Street View heimi.

Flokkur: Útbúnaður

Flottar töskur á hjólið

042091Það er mikið úrval af vönduðum flottum hjólatöskum í boði undir vörumerkinu Fastrider. Þær eru framleiddar af hollensku fyrirtæki sem er leiðandi á hjólatöskumarkaðnum í Hollandi.

Flokkur: Útbúnaður

Sjálfvirk þvottastöð fyrir reiðhjól

hjólaþvottastöðÁ lestarstöðinni í Muenster í Þýskalandi er þessi sjálfvirka þvottastöð fyrir reiðhjól og stæði fyrir 3500 reiðhjól. Borgin er sérstaklega hjólavæn og talið að fjöldi reiðhjóla sé tvöfalt fleiri en íbúa.
Flokkur: Útbúnaður

Staurum breytt í hjólastæði

p21Cyclehoops er einföld og góð hjólastæðalausn. Þessa hjólahringi er hægt að setja á staura sem þegar eru til staðar s.s. ljósastaura, skilti og stöðumæla og breyta þeim þar með í góð hjólastæði. Það fer lítið fyrir þeim og þeir sýna að hjólið er velkomið á svæðið. Það er mikilvægt að geta læst hjólinu tryggilega við eitthvað sem er nægilega traust. Þó Reykjavíkurborg sé með frábær stæði víða um borgina þá mætti dreifa stæðunum betur með hjólastæðalausn á við þessa.

Flokkur: Útbúnaður

Hjólatré - örugg skemmtileg hjólastæði

HjólatréVæri ekki flott að planta nokkrum hjólatrjám í Reykjavík? Þetta eru sjálfvirkar hjólageymslur sem geyma hjólin með öruggum hætti svo enginn ætti að vera hræddur við að skilja hjólið sitt eftir yfir nótt. Ef nokkur svona hjólatré væru t.d. við Lækjartorg og Hlemm væri auðvelt fyrir þá sem búa langt frá miðbænum að taka strætó þangað, sækja hjólið sitt í hjólatré og hjóla síðasta spottann.

 

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum