Flokkur: Fréttir LHM

Tollar felldir niður af reiðhjólum

Þann 1. mars síðast liðinn var felldur niður 10% tollur á reiðhjólum[1] frá löndum utan ESB. Þar með var í höfn baráttumál Landssamtakanna að tollar á reiðhjólum séu sambærilegir við tolla og vörugjöld á mengunarminni bílum. LHM hefur í umsögnum[2,3,4] um hin ýmsu mál hvatt ríkisstjórn og Alþingi til að létta þessum tollum af reiðhjólum enda skjóti það skökku við að hafa 10% toll á reiðhjólum en engan toll eða vörugjöld á mengunarminni bílum sem alltaf menga meira en reiðhjól.

Flokkur: Fréttir LHM

Aðalfundur 2013

Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustig 2. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburðiá svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólamenn og Hjólafærni eru nú aðildarfélög að LHM. Fjórir einstaklingar hafa sótt um einstaklingsaðild, Árni Davíðsson, Fjölnir Björgvinsson, Morten Lange og Sesselja Traustadóttir. Hægt er að sækja um aðild fram að aðalfundi og á aðalfundi.

Flokkur: Fréttir LHM

Setjum ljós á hjólin

santaLandssamtök hjólreiðamanna eru í samstarfi við Umferðarstofu um að vekja athygli á mikilvægi ljósa núna þegar haustar að og fer að rökkva. Hjólabúðirnar ætla að vera með lækkað verð á ljósum og tryggingafélögin ætla að gefa ljós. Af þessu tilefni birtum við hér fréttatilkynningu frá Umferðarstofu:

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólaferðir frá Hlemmi á laugardögum í vetur 2012

Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Flokkur: Fréttir LHM

Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 2012

lhmmerkitext1Aðalfundur LHM verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal A í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburði á svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur eru nú aðildarfélög að LHM.

Flokkur: Fréttir LHM

Opin fundur um hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

AsarLaugardaginn 4. febrúar 2012 mun LHM halda opin fund um tillögur samtakanna um hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu.

Fundurinn verður haldin kl. 14-16 í sal E á 3. hæð í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.