Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum.
Með þessari einföldu og ódýru aðgerð tókst að breyta fremur óhjólavænni umferðargötu í fremur hjólavæna. Þetta sýnir raunar hve litla fyrirhöfn og lítinn kostnað þarf stundum til að laga samgönguæðar gangandi og hjólandi vegfarenda. Ef það væri nú bara jafnódýrt og -fljótlegt að mála sér eins og eina Sundabraut, tvöföldun Suðurlandsvegar eða ný mislæg gatnamót. Mikið væri lífið þá ljúft!
Framkvæmdum við Óshlíðargöng lýkur brátt og þá mun gamli Óshlíðarvegurinn verða griðland göngugarpa og hjólreiðafólks. Nú standa einnig yfir framkvæmdir við göngustíg milli Hnífsdals og Ísafjarðar og lýkur þeim í næsta mánuði. Þá mun því liggja göngustígur frá Bolungarvík inn í Hnífsdal, þaðan inn á Ísafjörð, inn í Holtahverfi og alla leið inn í Engidal, því vegurinn inn í Engidal er lítið ekinn eftir að fjörðurinn var þveraður fyrir fjórtán árum síðan. Göngustígurinn er því 20 kílómetrar með tiltölulega fáum götum sem fara þarf yfir. Útivistarfólk á Vestfjörðum fagnar þessu.
Reiðhjól hafa sama rétt á götum og bílar og ber hjólreiðafólki því að fylgja sömu umferðarreglum. Þeir Einar Magnús Magnússon og Árni Davíðsson þekkja þær vel.
Reiðhjólið nýtur vaxandi vinsælda sem fararskjóti og fer þeim sífellt fjölgandi sem hjóla í og úr vinnu eða nýta sér þennan vist- og heilsuvæna ferðamáta til annarra ferða. Margir bætast t.a.m. í raðir hjólreiðamanna þegar Átakið hjólað í vinnuna stendur yfir og hefur þátttakendum fjölgað ár frá ári sl. sjö ár. Nú síðast tóku 9.411 manns þátt og halda margir þeirra áfram að hjóla, a.m.k. yfir sumartímann, þegar þeir eru einu sinni komnir af stað.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundinnar hjólareinar á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða.
Finnskt par bloggar um hjólaferðalag í kringum landið Hyggur á myndasögu í kjölfarið en nýútkomin er myndasögubók um Evrópuferðalag parsins Tóku upp hjólalífsstíl eftir að fætur stúlkunnar, Kaisu Leka, voru fjarlægðir að hluta.
Kastljós spjallaði við David Robertson um sérsmíðuð hjól sem eru aðlöguð að þörfum og óskum eigenda sinna. Hann rekur Kríu hjólaverkstæðið og verslunina. Kíkið á viðtalið.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, lagði til á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að gerð verði hjólavefsjá fyrir Reykjavík þar sem hægt verði að sjá hvernig hjólafólk kemst með fljótlegustum og öruggustum hætti á milli staða.
Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í umhverfis- og samgönguráði frestaði því að afgreiða tillöguna.
Gísli Marteinn segir, að í vefsjánni geti borgarbúar geti slegið inn upphafsstað og leiðarenda, og vefurinn sýni um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma. Notendur gætu sent leiðina í gps tæki eða farsíma.
Okkar leið – allra málefni
Alissa R. Vilmundardóttir lagði nýlega af stað í hjólaferð í kringum landið til að kynna og styrkja Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum undir kjörorðinu Okkar leið – allra málefni. Ferðin hefur verið í undirbúningi síðustu 6 mánuði og upphaflega voru þær tvær, en ferðafélagi Alissu hætti við ferðina og því fer hún ein um landið. Verndari söfnunarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands.
Lionsklúbbur Njarðvíkur hefur í dag söfnunarátak til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Söfnunin fer þannig fram að tveir félagar úr klúbbnum ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland á tólf dögum og safna áheitum.
»Ferðin mun taka tólf daga, ég hjóla og með mér er nafni minn Helgason sem verður á bíl og sér um vistir. Hann ætlar líka að hjóla með mér hluta úr leiðinni,« segir Haraldur Hreggviðsson hjólagarpur frá Njarðvík.
Hann segir þetta í fyrsta skipti sem Lionsklúbburinn fer út í svona stóra söfnun en þeir séu samt mjög öflugir í að styrkja líknarstarf.
Skálafell bike park var opnaður formlega í gær en um er að ræða hjólagarð sem verður opinn um helgar frá kl. 12-17. Garðurinn er kjörinn fyrir hjólreiðagarpa frá 7 ára aldri og fara þeir þá með hjólin sín upp með skíðalyftum og hjóla niður. Brautin er of brött til að hægt sé að hjóla upp hana.
Í Fréttablaðinu 4. ágúst var umfjöllun um væntanlegan hjólreiðavang í Skálafelli sem opnar nú um helgina. Skálafell Bike Park er einnig á Facebook og á hjolandi.net er frétt um að strax um aðra helgi laugardaginn 14. ágúst fari fram keppni í fjallabruni í Skálafelli
Vesturgatan - fjallahjólreiðakeppni Höfrungs fysta alvöru fjallahjólreiðakeppnin á Vestfjörðum, var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 17. júlí 2010. Rásmark var við sundlaugina á Þingeyri og var hjólað saman á eftir leiðsögubíl á malbiki að flugvellinum (2 km) þar sem keppnin var gefin frjáls. Leið liggur í gegnum bæjarhlaðið á Kirkjubóli, upp Kirkjubólsdal og yfir Kvennaskarð, tæplega 600 m hækkun, og niður Fossdal niður að sjó (Stapadal í Arnarfirði), fyrir Sléttanes og þaðan eftir ýtuvegi Elísar Kjaran inn Dýrafjörð, (um 28 km á grófum malarvegi, sand- og grjótfjöru) inn að flugvellinum og frá flugvellinum um 2 km á malbiki inn á Þingeyri. Mark var við sundlaugina á Þingeyri. Heildarlengd er rúmlega 55 km og heildarhækkun 1.080 m.
Það er mikill metnaður stjórnvalda í London að hvetja til hjólreiða með ýmsum hætti og ein mikilvæg leið er að bæta aðstæður og aðbúnað hjólreiðafólks. Það er fátt jafn hvetjandi og vel hönnuð hjólabraut sem bíður upp á öruggar, greiðar og skilvirkar leiðir. Þar í borg eru áform um fjölda hjólahraðbrauta eða eins og þau kalla þær Cycle Superhighways og hafa tvær slíkar þegar verið vígðar.
Eftir viku verður vígð almennings-hjólaleiga í London. Það byggir á sömu hugmyndafræði og hefur reynst svo vel í nokkrum öðrum stórborgum eftir að Paris ruddi brautina með sínu Velib kerfi. Hér er skemmtilegt myndbandi sem sýnir hversu auðvelt þetta er í notkun hvort sem fólk er búið að kaupa sér aðgangskort eða notar sín greiðslukort.
Hjólamenn héldu lengstu hjólreiðakeppni ársins á Snæfellsnesi í dag. 8 keppendur hófu leik en Sigurgeir Agnarsson sigraði með sjónarmun eftir að hafa barist við vindinn og óslétt malbik í rúma fimm tíma. Hann hjólaði lengst af með Gísla Karel, Hlöðveri og Gunnlaugi en á endanum voru það hann og Gunnlaugur sem hjóluðu saman yfir Vatnaleiðina og reyndu báðir að rykkja frá hinum en þar sem bæði óslétt malbik og vindurinn höfðu tekið sinn toll voru árásirnar fremur af vilja en mætti. Það endaði því á endasprett milli þeirra sem Sigurgeir vann með rúmum 5 sentimetrum. Hlöðver Sigurðsson kom svo í mark tæpum 5 mínútum á eftir þeim félögum og Gísli Karel Elísson sem lengst af hjólaði í fremsta hóp varð fjórði rúmum 18 mínútum á eftir fyrsta manni.
Bankastrætið verður ásamt hluta Laugavegar og Skólavörðustígs helgað gangandi og hjólandi vegfarendum frá hádegi í dag, 16.júlí, og um helgina vegna veðurblíðu. Laugavegurinn verður göngugata frá gatnamótum við Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti. Einstöku blíðviðri er spáð í höfuðborginni um helgina og vilja borgaryfirvöld og samtökin Miðborgin okkar gefa fólki aukið rými til að njóta þess.
Nú vita sumir en aðrir ekki að verið hefur undanfarna mánuði lagt mikla vinnu í að koma á hjólreiðasvæði í Skálafelli, en það er algjörlega vannýtt svæði sem er fullkomið í svokallað "bikepark", fyrirbæri sem er að verða æ vinsælla í evrópu og restinni af heiminum.
Þetta er allt að smella en eins og með svo margt annað þá veltur þetta allt á þeim sem stunda þetta, fólkinu sem hefur áhuga á þessu og vill leggja sitt af mörkum til að virkja hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Það getur enginn neitað því að svæði eins og þetta væri algjör draumur ef þetta kæmist í framkvæmd.
Austurstræti, Pósthússtræti og hluti Hafnarstrætis verða helguð hjólandi og gangandi vegfarendum frá og með föstudeginum 9.júlí og út ágústmánuð. Með þessu vilja borgaryfirvöld styðja við vistvænan ferðamáta og glæða miðborgina enn frekara lífi.
Grasbalinn sem settur var upp tímabundið á Lækjartorgi á síðasta ári hefur nú lokið hlutverki sínu og hyggst borgin sá næstu grænu fræjum á Hverfisgötunni. Tvö stæði við Hverfisgötu 42 verða tyrfð í lok þessarar viku og um leið helguð fólki en ekki bílum.
Þetta er á meðal ýmissa verkefna sem unnið er að á vegum borgarinnar í sumar til að virkja opin rými og vekja borgarbúa til umhugsunar um hvernig þeir geta notað þau. Stæðin tvö við Hverfisgötu eru staðsett hjá Kling og bang galleríi sem hyggst stökkva á tækifærið og nýta grænu svæðin í tengslum við uppákomur á laugardaginn 10. júlí.
Page 8 of 13